
Klettur - sala og þjónusta ehf
Saga Kletts og forvera félagsins nær aftur til 1947 og er því óhætt að segja að félagið byggi á traustum grunni sérhæfðrar þekkingar og reynslu. Árið 2010 markaði nýtt upphaf en þá hófst starfsemi Kletts sem tók yfir allan rekstur vélasviðs Heklu. Allar götur síðan hefur Klettur verið leiðandi í sölu og þjónustu sem nær yfir breiða línu vinnuvéla, aflvéla, rafstöðva, lyftara, rafgeyma, hleðslukrana, hjólbarða, vöruflutninga- og hópferðabíla, gíra og skrúfubúnaðar. Klettur býður einnig upp á ýmsan hliðarbúnað og fylgihluti frá þekktum vörumerkjum.
Helstu vörumerki félagsins eru Caterpillar vinnuvélar, aflvélar, rafstöðvar og lyftarar, Perkins aflvélar og rafstöðvar, Scania vöruflutninga- og hópferðabifreiðar, Scania aflvélar og rafstöðvar, Goodyear, Dunlop, Sava, Fulda, og Maxam hjólbarðar, Ingersoll Rand loftpressur, Mitsubishi gufuaflstúrbínur, ZF gírar, Hiab hleðslukaranar og gámakrókar, Scana Volda skrúfu- og gírbúnaður, Ausa vinnuvélar, Multione liðléttingar, Hubtex lyftarar, Hawker neyslurafgeymar, Langendorf vagnar og pallar og Larue snjóblásarar. Félagið hefur starfað í marga áratugi með helstu birgjum sínum og er meðal elstu umboðsaðila þeirra vörumerkja í Evrópu.
Félagið og starfsmenn leggja metnað sinn í að vera leiðandi í sölu og þjónustu á þeim mörkuðum sem félagið vinnur á og að þær vörur og þjónusta sem boðið er uppá hjálpi viðskiptavinum Kletts að ná sem bestum árangri.

Starfsmaður á smurstöð - Einhella Hafnarfirði
Klettur leitar að öflugum starfsmanni á smurstöð Kletts á Einhellu í Hafnarfirði
Helstu verkefni og ábyrgð
- Framkvæma smurþjónustu á öllum gerðum bíla og tækja
- Framkvæma þjónustuskoðanir eftir stöðlum og gátlistum framleiðanda
- Vinna eftir gæðakerfi Kletts
- Sækja námskeið á vegum Kletts og annarra kennslustofnana
- Framfylgja öryggis- og brunareglugerðum
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þekking eða reynsla sem nýtist í starfi
- Kunnátta til að fara með bilanagreina, sérverkfæri og önnur tengd verkfæri
- Góð íslensku og/eða enskukunnátta
- Nákvæmni, stundvísi og góð samstarfs- og samskiptahæfni
Fríðindi í starfi
- Niðurgreiddur hádegisverður.
- Afsláttur af vörum félagsins.
- Íþróttastyrkur / Heilsufarsmæling
- Virkt starfsmannafélag.
Auglýsing birt8. október 2025
Umsóknarfrestur28. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Einhella 1, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
SamviskusemiSmurþjónustaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Vaktstjóri
Laugardalshöll Íþrótta- og sýningarhöllin

Uppsetningarmaður vegriða og öryggisgirðinga
Nortek

Umsjónarmaður Glerártorgs og fasteigna félagsins
Eik fasteignafélag hf.

Sölu- og þjónusturáðgjafi
Fóðurblandan

Afgreiðsla á pósthúsi á Ísafirði - Tímabundið starf
Pósturinn

Sölu- og þjónusturáðgjafi í innréttingadeild
IKEA

Field Service Specialist
Marel

Tæknilegur þjónustufulltrúi
Teya Iceland

Starf í verksmiðju / Factory staff
Nicopods ehf

Leitum að smiðum í fjölbreytt verkefni
Atlas Verktakar ehf

Handlaginn einstaklingur á Verkstæði
Toyota

Við leitum að hressum sölu- og þjónustufulltrúum
Síminn