
Síminn
Síminn er traust og framsækið fyrirtæki á sviði fjarskipta og afþreyinga sem vill laða til sín framúrskarandi starfsfólk. Við erum fjölskylduvænn vinnustaður og leggjum áherslu á sterka liðsheild, hvetjandi starfsumhverfi og tækifæri til starfsþróunar og vaxtar.
Hjá okkur hefur þú aðgang að framúrskarandi mötuneyti, fyrsta flokks kaffihúsi ásamt frábæru samstarfsfólki auk þess sem boðið er upp á búningsaðstöðu fyrir starfsfólk.
Við viljum hafa gaman í vinnunni og bjóðum reglulega upp á fjölbreytta innanhúss viðburði af ýmsu tagi.
Ef þú ert að leita að spennandi verkefnum, frábæru samstarfsfólki og lifandi vinnuumhverfi þá er Síminn góður kostur fyrir þig.
Síminn hlaut jafnlaunavottun Jafnréttisstofu árið 2018, fyrst allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi. Í anda jafnréttisstefnu Símans hvetjum við öll kyn til að sækja um hjá Simanum.
Gildi Símans eru skapandi, fagleg og árangursdrifin.

Starfsmaður á lager Símans
Við leitum að hressum og duglegum einstaklingi í fjölbreytt og skemmtilegt starf á lager Símans. Einstaklingurinn yrði hluti af litlu en öflugu teymi, starfið felur í sér almenna afgreiðslu og umsýslu á notendabúnaði til innri og ytri viðskiptavina okkar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Afgreiðsla og umsýsla á notendabúnaði
- Móttaka vöru og frágangur á lager
- Önnur tilfallandi verkefni sem tengjast daglegum rekstri
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af lagerstarfi er æskileg
- Þekking á SAP er kostur
- Góð almenn tölvukunnátta
- Framúrskarandi samskiptahæfni og rík þjónustulund
- Nákvæmni, frumkvæði og áreiðanleg vinnubrögð
- Geta til að vinna undir álagi
- Bílpróf er skilyrði
Fríðindi í starfi
- Árlegur líkamsræktarstyrkur
- Aðgengi að velferðarþjónustu Heilsuverndar
- Rafmagnsbílastæði, hjólageymslur og búningsaðstaða
- Gleraugnastyrkur
- Afslættir af vörum og þjónustu Símans
- Samgöngustyrkur vegna vistvænna samgangna til og frá vinnu
- Námsstyrkir
Auglýsing birt6. ágúst 2025
Umsóknarfrestur17. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Ármúli 25, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
HeiðarleikiNákvæmniSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðVinna undir álagi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Liðsauki í vöruhús
Ískraft

Ískraft leitar að öflugum bílstjóra
Ískraft

Vöruafhending
Íspan Glerborg ehf.

Lagerstarfsmaður
Rými

Reynslumikið vöruhúsastarfsfólk vegna aukinna umsvifa
Innnes ehf.

Starf í vöruhúsi
Coca-Cola á Íslandi

Smiður/laghentur starfsmaður
Syrusson hönnunarhús

Vinna í vöruhúsi
GÓRILLA VÖRUHÚS

Full Time Sales Assistant
Sports Direct Lindum

Lagerstarfsmaður
Lindex

Umsjón og aðstoð við dreifingu, húsnæði og lager
Intellecta

Lagerstarfsmaður
Toyota