
Dekkjahöllin ehf
Dekkjahöllin hefur verið í rekstri í um 40 ár. Dekkjahöllin er með starfstöðvar á Akureyri, Egilsstöðum, Garðabæ og á tveimur stöðum Reykjavík. Fyrirtækið rekur hjólbarðaþjónustu á öllum starfstöðvum, smurstöðvar á Akureyri og Egilsstöðum og þvottastöð á Akureyri. Fyrirtækið er jafnframt innflutningsaðili sem starfar bæði á fyrirtækja og einstaklingsmarkaði. Dekkjahöllin er í eigu Vekra sem á m.a. Öskju, Lotus Car Rental, Una (Xpeng), Landfara og Hentar.
Í Dekkjahöllinni hefur ávallt verið lögð rík áhersla á fljóta og góða þjónustu. Jafnframt er áhersla á að selja úrval af vönduðum og góðum dekkjum fyrir kröfuharða ökumenn.
Mannauður fyrirtækisins er verðmætur og fjölmargir starfsmenn hafa fylgt fyrirtækinu í áratugi. Uppsöfnuð reynsla starfsmanna er gríðarleg. Til gamans má nefna að samanlagður starfsaldur þeirra 27 fastráðnu starfsmanna í lok árs 2020 voru tæp 275 ár eða 10 ár að meðaltali.
Framúrskarandi og til fyrirmyndar: Dekkjahöllin hefur hlotið viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki frá upphafi mælinga eða frá 2010. Jafnframt hefur það fengið útnefningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri frá Viðskiptablaðinu og Keldunni síðan 2017.
Starfsmannafélag fyrirtækisins er starfrækt á öllum stöðum og skipuleggur gaman saman og skemmtilegar fyrirtækjaferðir.

Starfsfólk á hjólbarðaverkstæði í Reykjavík -
Dekkjahöllin óskar eftir að ráða starfsfólk á hjólbarðaverkstæðin á höfuðborgarsvæðinu. Starfið felur í sér vinnu við hjólbarðaþjónustu og önnur tilfallandi störf. . Einnig er möguleiki á framtíðarstarfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fjölbreytt vinna við hjólbarðaþjónustu ásamt afgreiðslu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Áhugi og reynsla af bílaþjónustu kostur
- Stundvísi og hæfni í mannlegum samskiptum
- Reglusemi og öguð vinnubrögð
- Íslenskukunnátta skilyrði
- 18 ára aldurstakmark
- Bílpróf
Auglýsing birt20. ágúst 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Valkvætt
Starfstegund
Hæfni
HjólbarðaþjónustaSmurþjónustaStundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Tjónaskoðunarmaður ökutækjatjóna
VÍS

Repair facility in Reykjavik
Avis og Budget

Starfsmaður á verkstæði
KvikkFix

Bílaþjónusta - Klettagarðar
N1

Verkstæðisformaður Vélaverkstæðis
Vélaverkstæði Þóris ehf.

Bílaþrif - Carwash
Bónstöðin Höfðatorgi

Kranabílstjóri á nýjan kranabíl
Ísbor ehf

Reykjavík: Bifvélavirki / vélvirki óskast - Car mechanic
Íslenska gámafélagið

Bifvélavirki, skoðunarmaður
Aðalskoðun hf.

Tækjamaður - Þjónustumiðstöð
Hafnarfjarðarbær

Cleaning Camper Vans
Campeasy

Bílaspítalinn leitar eftir bifvélavirkja
Bílaspítalinn ehf