
Starf í móttöku og eldhúsi
Náttúrufræðistofnun auglýsir laust til umsóknar 60% starf í móttöku og eldhúsi á starfsstöð stofnunarinnar í Garðabæ. Starfið felst í umsjón með rafrænni móttöku, póstsendingum og umsjón með framreiðslueldhúsi hússins ásamt innkaupum. Auk þess mun viðkomandi taka þátt í og aðstoða við skipulagningu viðburða og funda á vegum stofnunarinnar í samráði við yfirmann.
Leitað er að þjónustuliprum og jákvæðum einstaklingi með létta lund sem getur unnið sjálfstætt.
Starfshlutfall er 60% og vinnutími er frá kl.9:30 til 14:00 alla virka daga.
Starfið heyrir undir sviðsstjóra rekstrar og mannauðs.
-
Umsjón með rafrænni móttöku
-
Umsjón með sendingum til og frá stofnun
-
Umsjón með eldhúsi, morgunkaffi, framreiðslu og pöntun hádegisverðar ásamt frágangi
-
Umsjón með sameiginlegum rýmum
-
Innkaup og pantanir á kaffistofu og skrifstofu
-
Aðstoð við skipulagningu viðburða og funda á vegum stofnunar í samráði við yfirmann
-
Tilfallandi verkefni á sviðinu að ósk sviðsstjóra eða önnur verkefni í samráði við hann
-
Almenn starfsreynsla og þekking sem nýtist í starfi.
-
Gild ökuréttindi
-
Góð samskiptafærni
-
Rík þjónustulund og jákvæðni
-
Geta til að vinna sjálfstætt eftir skipulagi vinnustaðar og tímaplani.
-
Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti.
-
Hreint sakavottorð
Íslenska










