
Innnes ehf.
Innnes er ein stærsta og öflugasta heildsala landsins á sviði matvöru og eru vörumerki fyrirtækisins neytendum vel kunnug.
Helstu viðskiptavinir Innnes eru stærstu matvöruverslanir landsins, hótel, veitingastaðir, mötuneyti, skólar o.fl.
Hjá Innnes starfa um 200 manns. Fyrirtækið leggur áherslu á að skapa starfsfólki sínu góða vinnuaðstöðu og öflugan starfsanda ásamt því að veita því tækifæri til að ná árangri og vaxa í starfi.
Innnes starfrækir jafnlaunakerfi í samræmi við jafnréttis- og launastefnu fyrirtækisins.
Innnes hvetur alla, óháð kyni, til að sækja um störf hjá fyrirtækinu.
Gildi fyrirtækisins eru gleði og fagmennska.

Starf í framleiðsludeild Innnes
Innnes ehf. leitar að öflugu starfsfólki í fullt starf í framleiðsludeild í glæsilegu vöruhúsi fyrirtækisins að Korngörðum 3 í Reykjavík.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þroskun ávaxta í fullkomnum þroskunarklefum
- Framleiðsla og afgreiðsla á sjávarafurðum
- Niðurskurður og pökkun á ávöxtum og grænmeti
- Merkingar matvæla
- Standagerð
- Önnur tilfallandi verkefni í vöruhúsi
Hæfniskröfur
- Góð íslensku- eða enskukunnátta
- Góð samskipta- og samstarfshæfni
- Stundvísi, frumkvæði, dugnaður og nákvæmni
- Reyklaus (Innnes er reyklaus vinnustaður)
Vinnutími er 8:00-16:00 mánudaga-föstudaga.
Innnes starfrækir vottað jafnlaunakerfi í samræmi við jafnréttis- og launastefnu fyrirtækisins og við hvetjum áhugasama að sækja um, óháð kyni, uppruna o.s.frv. Stefna Innnes er að vera fjölskylduvænn vinnustaður og boðið er upp á ýmis fríðindi eins og heilsuræktarstyrk, samgöngustyrk, framúrskarandi mötuneyti, öflugt félagslíf og fleira. Heimasíða Innnes er https://innnes.is/
Eingöngu er tekið við umsóknum á heimasíðu Innnes. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá (CV) á Word eða Pdf formi.
Umsóknarfrestur er til 14.2.2026.
Auglýsing birt30. janúar 2026
Umsóknarfrestur14. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Korngarðar 3, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiLagerstörfReyklausStundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Lagerstarf í Sportís
Sportís ehf

Afgreiðsla - Mosfellsbæ
Mosfellsbakarí

Fagkaup óskar eftir vönum bílstjóra með meiraprófsréttindi
Fagkaup ehf

Sölumaður í verslun - Sumarstarf á Akureyri
Sérefni ehf.

Starfsmaður í Marc O'Polo
Marc O'Polo Kringlunni

Vaktstjóri í 100% starf - Shift leader full time
Brauð & co.

Sumarstörf á Keflavíkurflugvelli
Airport Associates

Newrest - Frílager
NEWREST ICELAND ehf.

Newrest – Catering Delivery
NEWREST ICELAND ehf.

Egilsstaðir: Framtíðarstarf í timbursölu
Húsasmiðjan

Sölufulltrúi í valvöru - Fullt starf
BAUHAUS slhf.

Newrest - Framleiðsla
NEWREST ICELAND ehf.