
Sérefni ehf.
SérEfni ehf sérhæfa sig í flestum tegundum málningar og ráðleggur viðskiptavinum sínum um réttu lausnina í efnis- og litavali og faglegar aðferðir við málun. Hjá fyrirtækinu starfar vel menntað starfsfólk, sumir með margra áratuga reynslu í málningargeiranum. Allt kapp er lagt á góða þjónustu, faglega ráðgjöf og hágæðavörur sem skila árangri og endingu. Helstu vörumerki fyrirtækisins eru Nordsjö húsamálning, Sikkens olíu- og lakkmálning og International skipa-, iðnaðar-, smábáta- og eldvarnarmálning. Jafnframt bjóða Sérefni eitt mesta úrval landsins af veggfóðri og listum og rósettum. Sérefni leggja mikið upp umhverfisvænum valkostum og klassískum náttúrulegum efnum sem eru vinsæl meðal hönnuða og arkitekta.
Sölumaður í verslun - Sumarstarf á Akureyri
Sérefni ehf. óska eftir að ráða reyklausan einstakling í sumarstarf í verslun fyrirtækisins á Norðurtorgi, Akureyri. Mögulegt er að fá hlutastarf með skóla í framhaldinu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ráðgjöf og sala á málningarefnum og efnum til heimilishönnunar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af þjónustu- og sölustörfum er kostur
- Almenn tölvuþekking er nauðsynleg
- Áhugi á fallegri hönnun er mikill kostur
- Leitað er að jákvæðum einstaklingi sem á auðvelt með mannleg samskipti og er með ríka þjónustulund.
- Mikilvægt er að starfsmaður sé sjálfstæður, skipulagður og drífandi í starfi
Vinnutími er frá kl. 08:00 til kl. 16:00 aðra hvora viku og frá kl. 10:00 til kl. 18:00 hina.
Einnig er unnið tvo laugardaga í mánuði eða eftir nánara samkomulagi frá kl. 10:00 til kl. 14:00.
Auglýsing birt27. janúar 2026
Umsóknarfrestur8. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Austursíða 2, 603 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
ÁreiðanleikiFljót/ur að læraJákvæðniReyklausÞolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Viðskiptastjóri í útflutningsdeild
Smyril Line Ísland ehf.

Olís Varmahlíð óskar eftir starfskrafi í afgreiðslu
Olís ehf.

Sérfræðingur í sölustýringu
Vörður tryggingar

Sölu- og þjónustufulltrúi á skrifstofu
Casalísa

Móttaka, verslun og rekstur – framtíðarhlutverk
Steinabón ehf.

Leitum að öflugum liðsfélaga í verslun okkar á Akureyri
Stilling

Sumarstarf á Bókasafni Kópavogs
Sumarstörf - Kópavogsbær

Þjónusturáðgjafi í móttöku bílaverkstæðis
Bílaverkstæðið Fram ehf

Starfsmaður í talningateymi
Byko

Sölu- og þjónusturáðgjafi (40-60% starfshlutfall)
Orka náttúrunnar

Úthringiver
Afkoma vátryggingarmiðlun ehf.

Starfsmaður í Marc O'Polo
Marc O'Polo Kringlunni