
Húsasmiðjan
Húsasmiðjan er meðal stærstu verslunarfyrirtækja landsins og hluti af Bygma Gruppen A/S. Bygma rekur fjölmargar byggingavöruverslanir í Danmörku, Svíþjóð, Færeyjum og á Grænlandi. Ásamt því rekur fyrirtækið nokkur heildsölufyrirtæki á byggingavörumarkaði í Danmörku.
Húsasmiðjuverslanir eru 16 talsins og eru Blómavalsútibú í sjö þeirra. Jafnframt er rafiðnaðarverslunin Ískraft með fjögur útibú.
Hjá Húsasmiðjunni starfa um 500 starfsmenn vítt og breytt um landið sem hafa margskonar bakgrunn eins og pípari, blómaskreytir, bókari, smiður, viðskiptafræði, grafískur hönnuður, múrari og fleira og fleira.
Húsasmiðjan býður upp á lifandi starfsumhverfi og frábæran starfsanda. Við leggjum mikla áherslu á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi.

Söluráðgjafi í lagnadeild í Fagmannaverslun
Við leitum að þjónustulunduðum einstaklingi til þess að bætast í öflugan hóp starfsmanna Fagmannaverslunar. Um er að ræða spennandi starf í lagnadeild þar sem helstu verkefni eru sala og þjónusta við viðskiptavini, vörupantanir og umsjón með lager ásamt öðrum almennum verslunarstörfum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi, tækni- eða Iðnmenntun er kostur
- Þekking á pípulögnum og áhugi á sölumennsku
- Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
- Gott vald á íslensku og ensku
- Almenn tölvukunnátta
Fríðindi í starfi
- Ýmsir styrkir, s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur og fræðslustyrkur.
- Heilsuefling, s.s. heilsufarsskoðun, bólusetning, aðgangur að sálfræðiþjónustu, heilsueflandi fræðsla.
- Aðgangur að orlofshúsum.
- Afsláttarkjör í verslunum okkar.
Auglýsing birt12. janúar 2026
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Kjalarvogur 12, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
MetnaðurSölumennskaTeymisvinnaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Weekday - Sales Advisor 8H/week
Weekday

Vilt þú vaxa með okkur? Fjölbreytt störf í boði!
IKEA

ATVINNA Í BOÐI HELGAR- OG SUMARSTARF
Birgisson

Söluráðgjafi í verslun
Birgisson

Viðskiptastjóri - Business Development Manager
Teya Iceland

Viðskiptastjóri Billboard og Buzz
Billboard og Buzz

Sölufulltrúi í verslun Stórhöfða 25. Helgar- og sumarstarf.
Eirberg - Stuðlaberg heilbrigðistækni

Verslunarstjóri
Rafkaup

Viðskiptastjóri
Rapyd Europe hf.

Sölumaður sjúkravöru
Slysavarnafélagið Landsbjörg

Starfsmaður í varahlutadeild
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf

Viltu móta framtíð fjarskiptainnviða Íslands? Sérfræðingur í fjarskiptainnviðum og tíðnisviðum
Fjarskiptastofa