
Eirberg - Stuðlaberg heilbrigðistækni
Systurfyrirtækin Eirberg og Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf.
Eirberg ehf. er framsækið verslunar-, innflutnings- og þjónustufyrirtæki sem hefur á að skipa þjónustumiðuðu starfsfólki. Markmið okkar eru að auka lífsgæði, efla heilsu, auðvelda störf og daglegt líf.
Verslun okkar hefur nokkra sérstöðu hvað vöruval og gæði snerta þar sem góð upplifun viðskiptavina er okkur mikilvæg.
- Við berum umhyggju fyrir vellíðan viðskiptavina okkar, hlustum og veitum góða þjónustu.
- Við njótum þess að mæta þörfum viðskiptavina okkar með góðri ráðgjöf og leggjum okkur fram við að hjálpa fólki að auka lífsgæði sín.
- Við mætum hverjum og einum viðskiptavini þar sem hann er og finnum í sameiningu leiðir sem gera viðskiptavininum kleift að njóta sín og eigin heilsu.
Systurfyrirækið Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf. býður m.a. hjálpartæki, hjólastóla, heilbrigðisvörur og faglega ráðgjöf.
Þar starfa hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfi, sjúkraþjálfari, þroskaþjálfi og aðrir sérfræðingar í velferðartækni. Markmiðin eru að auðvelda fólki daglegt líf, styðja einstaklinga til sjálfshjálpar, auka vinnuvernd og hagræði.
Stuðlaberg er með samninga við Sjúkratryggingar Íslands m.a. um:
• Bað- og salernishjálpartæki
• Barna- og hjúkrunarrúm
• Gönguhjálpartæki
• Hjólastóla og hjálparmótora
• Viðgerðarþjónustu hjálpartækja
Stuðlaberg er með rammasamning við Fjársýslu Ríkisins m.a. um:
• Rafknúin Hjúkrunar- og Sjúkrarúm
• Náttborð
• Rúmgálga og Hliðarstuðning
• Flutningsbretti og Snúningsdiska
• Flutningssegl og Lyftara
• Loftfest lyftukerfi
• Sturtustóla
• Upphækkun á salerni
• Bekken og Þvagflöskur
• Göngugrindur
• Hjólastóla
• Hnakkastóla á hjólum
• Lyftihægindastóla
• Blöðruskanna og Lífsmarkamæla
• Krómvagna og Stálborð
• Rusla- og Taugrindur
• Tölvu- og Lyfjavagna
Söluráðgjöf Stuðlabergs á sviði stóma- og þvagleggja er sú viðamesta hér á landi og er í höndum hjúkrunarfræðinga sem hlotið hafa sérþjálfun framleiðenda. Veitt er persónuleg aðstoð við að finna hentugar vörur á þessu sviði.

Sölufulltrúi í verslun Stórhöfða 25. Helgar- og sumarstarf.
Óskum eftir að ráða til okkar áreiðanlegan og jákvæðan einstakling við sölu-, þjónustu-, afgreiðslu og áfyllingar í verslun okkar að Stórhöfða. Vinnutími er annar hver laugardagur milli kl. 11-16 auk vakta á álagstímum. Einnig er um að ræða fullt starf í sumarafleysingu frá miðjum maí út ágúst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vörusala og afgreiðsla í verslun
- Kynna vörur, gæði og eiginleika þeirra
- Hlusta á óskir viðskiptavina og veita góða þjónustu
- Vöruframstillingar og áfyllingar og tínsla af lager
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sölu- og þjónustustörfum æskileg
- Góð þjónustulund og lipurð í samskiptum
- Góð íslenskukunnátta og hreint sakavottorð eru skilyrði
- Starfsmaður sé kurteis og jákvæður
- Stundvísi, almenn hreysti og reglusemi eru áskilin
Auglýsing birt16. janúar 2026
Umsóknarfrestur2. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Stórhöfði 25, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
AfgreiðslaJákvæðniLíkamlegt hreystiSölumennskaStundvísiVinna undir álagiÞjónustulund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Vilt þú vaxa með okkur? Fjölbreytt störf í boði!
IKEA

ATVINNA Í BOÐI HELGAR- OG SUMARSTARF
Birgisson

Söluráðgjafi í verslun
Birgisson

Viðskiptastjóri - Business Development Manager
Teya Iceland

Viðskiptastjóri Billboard og Buzz
Billboard og Buzz

Sumarstarf í verslun - BYKO Selfossi
Byko

Verslunarstjóri
Rafkaup

Viðskiptastjóri
Rapyd Europe hf.

Sölumaður sjúkravöru
Slysavarnafélagið Landsbjörg

Starfsmaður í varahlutadeild
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf

Ferðaráðgjafi – sölumaður
Úrval Útsýn

Starfsmaður í Hertex Akureyri
Hjálpræðisherinn