

Smiðir
Stólpi ehf er rótgróið trésmíðaverkstæði sem sinnir viðhaldi og viðgerðum á fasteignum.
Stór hluti verkefna Stólpa eru tjónaviðgerðir fyrir vátryggingafélag og eru verkefnin fjölbreytt allt frá smáum verkum upp í endurbyggingu á fasteignum eftir tjón.
Stólpi ehf. er hluti af samstæðu Styrkáss. Styrkás stefnir á að verða leiðandi þjónustufyrirtæki á fyrirtækjamarkaði með styrk til að þjónusta þá innviða- og atvinnuvegafjárfestingu sem fram undan er á Íslandi. Samstæðan er með markmið um innri og ytri vöxt á fimm kjarnasviðum: orku og efnavöru (Skeljungur), tækjum og búnaði (Klettur), eignaumsýslu og leigustarfsemi (Stólpi), umhverfisþjónustu og iðnaði.
Vegna aukinna umsvifa leitar Stólpi ehf að drífandi einstaklingi til starfa í almenna smíðavinnu.
Leitað er eftir lausnarmiðuðum útsjónarsömum starfsmanni sem getur unnið sjálfstætt
Í boði er krefjandi starf í skemmtilegu vinnuumhverfi.
- Almenn smíðavinna
- Sveinsbréf í húsasmíði
- Vönduð vinnubrögð
- Sjálfstæði í verki
- Kurteisi og lipurð í mannlegum samskiptum
- Ökuréttindi
- Góð íslenskukunnátta












