

Sjúkraþjálfari - Sérfræðingur hjá VIRK
VIRK leitar að reyndum sjúkraþjálfara til starfa í öflugu þverfaglegu teymi.
Við leitum að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á endurhæfingu og vellíðan fólks og vill leggja sitt af mörkum til að hjálpa einstaklingum að komast aftur út á vinnumarkaðinn.
Starfið felur meðal annars í sér að kortleggja vanda einstaklinga sem vísað er í þjónustu VIRK. Sjúkraþjálfari veitir faglegan stuðning til ráðgjafa, tekur þátt í að meta framgang starfsendurhæfingar, leggur mat á færni einstaklinga í þjónustu og hvaða færniþættir kunni að hamla atvinnuþátttöku. Markmiðið er að finna bestu leiðirnar til að styðja við einstaklinga til þess að snúa aftur til vinnu.
Sjúkraþjálfari kemur jafnframt að þróunar- og umbótaverkefnum sem miða að því að efla og bæta þjónustu VIRK.
-
Kortlagning á vanda einstaklinga í þjónustu VIRK
-
Setja fram faglegar áherslur í starfsendurhæfingarferli einstaklinga
-
Ákvarðanataka í málum einstaklinga í þjónustu VIRK
- Þátttaka í þverfaglegum teymum
-
Rýna framgang mála m.t.t. hindrana hvað varðar þátttöku á vinnumarkaði
-
Samstarf við fagaðila og stofnanir í heilbrigðis- og félagsþjónustu
-
Þróunar- og umbótastarf
-
Réttindi til að starfa sem sjúkraþjálfari
-
Að minnsta kosti fjögurra ára starfsreynsla við meðferð/endurhæfingu
-
Framhaldsmenntun á fagsviði er kostur
- Þekking á heilbrigðis- og félagsþjónustu
- Reynsla og þekking á sviði starfsendurhæfingar er kostur
-
Reynsla af og jákvætt viðhorf til þverfaglegrar samvinnu
-
Framúrskarandi samskiptahæfni og rík þjónustulund
-
Þekking og reynsla af verkefnastjórnun er kostur
-
Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
Íslenska
Enska




