
Seigla Sjúkraþjálfun ehf.
Seigla er einkarekin sjúkraþjálfunarstofa sem sérhæfir sig í þjónustu við einstaklinga með fjölþættar skerðingar. Seigla þjónustar alla aldurshópa, bæði börn og fullorðna. Stofnendur stofunnar eru sjúkraþjálfarar með mikla reynslu í þjálfun einstaklinga með margvíslegar skerðingar.
Seigla sjúkraþjálfun óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara
Við hjá Seiglu sjúkraþjálfun erum að leita að metnaðarfullum og áhugasömum sjúkraþjálfara til að bæta við í okkar öfluga teymi. Við sérhæfum okkur í að veita þjónustu við fólk með flóknar og margþættar skerðingar og leggjum mikla áherslu á einstaklingsmiðaða meðferð.
Hvað við bjóðum upp á:
- Fjölbreytt og skemmtilegt starf með einstaklingum í öllum aldurshópum, þar sem þú færð tækifæri til að nýta þekkingu þína og hæfni í að bæta lífsgæði fólks.
- Vinalegt og stuðningsríkt umhverfi, þar sem við vinnum saman í opnum rýmum og hjálpumst mikið að við meðhöndlun og æfingar.
- Frábært húsnæði sem hentar okkar starfsemi fullkomnlega. Stór og björt rými og einstaklega vel tækjum búinn æfingasalur. Mjög heimilislegt og gott starfsmannarými
- Reynt teymi af sjúkraþjálfurum sem styður við þig og veitir aðstoð.
Helstu verkefni og ábyrgð
Við leitum að:
- Sjúkraþjálfara með faglega hæfni og ástríðu fyrir því að hjálpa öðrum.
- Jákvæðan einstakling sem nýtur þess að vinna í teymi og hefur frumkvæði í daglegu starfi.
- Reynsla af fjölbreyttum sjúkraþjálfunaraðferðum er kostur en ekki skilyrði.
Aðlögunarhæfni og vilja til að læra og þróast í starfinu
Menntunar- og hæfniskröfur
Útskrifaður sjúkraþjálfari með réttindi frá Landlækni
Auglýsing birt22. október 2025
Umsóknarfrestur30. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Reykjavíkurvegur 74, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
ÁreiðanleikiDrifkrafturFagmennskaFljót/ur að læraFrumkvæðiHeiðarleikiHreint sakavottorðJákvæðniMannleg samskiptiÖkuréttindiReyklausSnyrtimennskaStundvísiSveigjanleikiTeymisvinnaTóbakslausVeiplausÞjónustulundÞolinmæði
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar



