Leikskólinn Furuskógur
Leikskólinn Furuskógur
Leikskólinn Furuskógur

Sérkennsla - stuðningur

Viltu vera hluti af skemmtilegum hópi starfsfólks í Furuskógi?

Við í leikskólanum Furuskógi leitum að metnaðarfullum og umhyggjusömum einstaklingi til að ganga til liðs við sérkennsluteymið okkar. Starfið felst í að veita einstaklingsmiðaðan stuðning við barn sem þarf sérstaka aðstoð í leik og námi.

Leikskólinn er starfræktur í tveimur húsum í Fossvoginum og liggur vel við samgöngum.Einkunnarorð skólans eru Gleði, Vinsemd og Virðing, og er áhersla lögð á lýðræði, sköpun, útinám og lífsleikni í starfi með börnunum. Skólinn hlaut Regnbogavottun í apríl 2022.

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Óskað er eftir einstaklingi með menntun/reynslu sem nýtist í starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni og ábyrgð eru að sinna umönnun, kennslu og þjálfun barns í takt við þarfir þess, setja upp einstaklingsáætlanir og endurmeta þær, og vera í samstarfi við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa eftir atvikum.

Starfið er unnið í samvinnu við sérkennslustjóra og deildarstjóra viðkomandi deildar.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun
  • Reynsla af sérkennslu æskileg
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Stundvísi og áreiðanleiki
  • Góð tölvukunnátta
  • Frumkvæði og sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Íslenska B2 skv. samevrópska tungumálarammanum er skilyrði
Fríðindi í starfi
  • Forgangur í leikskóla fyrir börn starfsfólks og afsláttur af leikskólagjöldum
  • Stytting vinnuvikunnar - 36 stunda vinnuvika miðað við fullt starf
  • Frítt fæði á vinnutíma, grænmetis- og veganfæði í boði
  • Samgöngustyrkur
  • Menningarkort sem veitir aðgang aðsöfnum borgarinnar og ókeypis bókasafnskort
  • Heilsuræktarstyrkur og frítt í sundlaugar Reykjavíkur
Auglýsing birt21. nóvember 2025
Umsóknarfrestur4. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Háaleitisbraut 175, 108 Reykjavík
Efstaland 28, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar