Brekkubæjarskóli
Brekkubæjarskóli

Fagaðili í stoðþjónustu Brekkubæjarskóla

Brekkubæjarskóli er annar tveggja heildstæðra grunnskóla á Akranesi. Nemendur skólans eru um 470 talsins, en starfsmenn um 100.

Brekkubæjarskóli auglýsir lausa til umsóknar afleysingastöðu fagaðila frá 5. janúar til 12. júní 2026.

Leitað er að framsýnum, metnaðarfullum fagaðila til að sinna stoðþjónustu við Brekkubæjarskóla. Viðkomandi þarf að geta unnið í góðu samstarfi við nemendur, samstarfsfólk og foreldra.

Fagaðili verður að geta skipulagt stuðning til náms fjölbreytts nemendahóps þar sem allir fá tækifæri til að njóta sín á eigin forsendum.

Fagaðili vinnur í árgangateymi með kennurum og stuðningsfulltrúum.

Þroskaþjálfi, iðjuþjálfi eða önnur sérgrein sem nýtist í starfi fagaðila.

Um er að ræða 75% stöðu á unglingastigi.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsleyfi í viðkomandi fagstétt (leyfisbréf fylgi umsókn).
  • Reynsla af bekkjarstjórnun.
  • Þekking og reynsla af teymivinnu og þverfaglegri samvinnu.
  • Reynsla og færni í fjölbreyttum kennslu/þjálfunaraðgerðum.
  • Reynsla af markmiðssetningu og áætlanagerð fyrir margbreytilegan hóp.
  • Reynsla og þekking á mati á þjónustuþörf.
  • Frumkvæði og sjálfstæði.
  • Góð samstarfshæfni.
  • Lipurð og sveigjanleiki í mannlegum samskiptum.
  • Óbilandi trú á réttindum barna og ungmenna og áhugi á að starfa með þeim og foreldrum þeirra.
  • Góð íslenskukunnátta.
Auglýsing birt19. nóvember 2025
Umsóknarfrestur1. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Vesturgata 120, 300 Akranes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Þroskaþjálfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar