
Dagar hf.
Dagar eru framsækið en rótgróið fyrirtæki og saga okkar nær allt aftur til ársins 1980.
Við leggjum áherslu á að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar. Sérhæfing okkar byggir á áratuga reynslu, framsækni og frábæru starfsfólki. Við höfum einsett okkur að vera í fremstu röð í ræstingum og þrifum, fasteignaumsjón og virðisaukandi vinnustaðalausnum þegar kemur að þjónustustigi, öryggi og nýjungum.
Starfsemin teygir anga sína víða um land, Dagar eru með fastar starfsstöðvar á Akureyri, Selfossi og í Reykjanesbæ auk höfuðstöðva í Garðabæ.
Hjá Dögum starfar öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt og verkvit til að létta viðskiptavinum sínum lífið.
Gildin okkar eru virðing, frumkvæði, ábyrgð og gæði.
Vinnustaðurinn
Hjá Dögum starfa um 800 einstaklingar af mismunandi þjóðernum, með fjölbreyttan bakgrunn, reynslu og þekkingu.
Virk þátttaka og helgun starfsfólks er lykillinn að velgengni okkar. Árangur okkar er drifinn áfram af metnaði og knýjandi þörf fyrir að leita sífellt leiða til að gera betur, auka gæði og draga úr sóun ásamt forvitni okkar, frumkvæði og aga við að þróa nýjar þjónustulausnir sem viðskiptavinir okkar kunna að meta.
Við leggjum áherslu á starfstengda fræðslu og frá fyrsta degi fær starfsfólk þjálfun sem leggur áherslu á öryggi og tryggir rétt handtök í einu og öllu.
Við vitum að ánægt starfsfólk er lykillinn að ánægðum viðskiptavinum og þess vegna leggjum við áherslu á heilbrigt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi, góða þjálfun og hrós fyrir vel unnið verk. Við liðsinnum okkar fólki að eflast og ná árangri og erum stolt þegar við sjáum það blómstra í lífi og starfi.

Sérhæfð verkefni í ræstingum / Specific cleaning projects
Dagar leita eftir starfsfólki í sérhæfð verkefni í ræstingum á Höfuðborgarsvæðinu. Í boði eru bæði hlutastörf og full störf. Umsækjendur þurfa að vera sveigjanlegir með vinnutíma, tala góða ensku og/eða íslensku, hafa gild ökuréttindi, bíl til umráða og geta hafið störf strax. Reynsla af sambærilegu starfi er kostur.
Dagar are looking for cleaning workers for specific projects in the Capital region. Both part-time and full-time positions are available. Applicants must be flexible with working hours, speak good English and/or Icelandic, have a valid driver's licence, access to a car, and be able to start immediately. Experience in a similar role is a great advantage.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Vera sveigjanlegir með vinnutíma / Be flexible with working hours
- Hafa náð 18 ára aldri / 18+ years
- Hafa gild ökuréttindi / Have a valid driver's licence
- Hafa bíl til umráða / Access to a car
- Hafa góða ensku og/eða íslensku kunnáttu / Speak good English and/or Icelandic
- Sýna fram á hreint sakavottorð / Clean criminal record
- Hafa góða þjónustulund, skipulagshæfni og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum / Be independent, positive and resourceful
- Geta hafið störf strax / Can start working right away
Auglýsing birt9. maí 2025
Umsóknarfrestur30. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Lyngás 17, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
Hreint sakavottorðÖkuréttindi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Ertu með allt á hreinu?
Landsvirkjun

Hópstjóri / Group Leader
Dagar hf.

Housekeeping Supervisor
The Reykjavik EDITION

Hreinsitæknir / Manufacturing Facility Cleaning Specialist
Alvotech hf

Join our housekeeping team at Bus Hostel Reykjavik!
Bus Hostel Reykjavik

Starfsmaður óskast í almenn þrif á lífsgæðasetur aldraða að
Sveitarfélagið Ölfus

Starfsmaður í framleiðslu
Gæðabakstur

Factory cleaning
Dictum Ræsting

Aðstoðarmatráður í skólamötuneyti Brekkubæjarskóla
Brekkubæjarskóli

Skólaliðar í Brekkubæjarskóla
Brekkubæjarskóli

Sumarstarf í bílaþvotti / Carwash-Reykjavík
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Housekeeping
Hótel Keflavík - Diamond Suites - Diamond Lounge - KEF Restaurant - KEF SPA & Fitness