

Sérfræðingur í pökkunardeild Coripharma
Coripharma leitar að sérfræðingi í pökkunardeild á framleiðslusviði. Við óskum eftir öflugum aðila sem getur unnið sjálfstætt sem og í teymi og hefur þekkingu og reynslu á sviði gæðamála og GMP.
Sérfræðingurinn mun annast fjölbreytt verkefni og er í daglegum samskiptum við teymið í pökkun sem og aðrar deildir innan fyrirtækisins. Verkefni sérfræðings tengjast bæði undirbúningi og stuðningi við pökkun lyfja, bæði fyrir eigin lyfjaþróun og í framleiðslu fyrir þriðja aðila (contract manufacturing).
Helstu verkefni og ábyrgð
- Undirbúningur gagna fyrir lyfjapökkun
- Uppsetning pökkunarmastera (Master Data)
- Móttaka, skráning og greining frávika sem koma upp í pökkunarferlum
- Vinnur að ferla-og umbótaverkefnum (CAPA, stöðugar umbætur)
- Gerð skriflegra leiðbeininga og þjálfunarefnis fyrir pökkunardeild
- Þátttaka í úttektum innri og ytri aðila
- Þátttaka í þróunarverkefnum og undirbúningur m.a. fyrir prófanir á nýjum búnaði og pökkun á nýjum lyfjum, umbúðategundum og pakkningarstærðum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði raungreina
- Þekking og reynsla á sviði gæðamála og GMP
- Nákvæmni og góð skipulagshæfni
- Góð greiningarhæfni
- Samskiptahæfni, frumkvæði og fagleg vinnubrögð
- Góð íslensku og enskukunnátta
- Góð tölvukunnátta
Fríðindi
- Sveigjanlegur vinnutími
- Mötuneyti
Coripharma er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki í örum vexti sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og útflutningi samheitalyfja. Hjá Coripharma starfar fjölbreyttur hópur einstaklinga með ólíka menntun og bakgrunn. Í dag starfa um 230 einstaklingar hjá fyrirtækinu.
Frá því félagið hóf starfsemi árið 2018 hefur það hafið framleiðslu á 26 lyfjum og er með 21 ný lyf í þróun. Nánari Upplýsingar um Coripharma má finna á www.coripharma.is
Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.
Íslenska
Enska










