
Úrvinnslusjóður
Hráefni og orka til vöruframleiðslu eru oft takmarkaðar auðlindir sem ber að fara eins sparlega með og kostur er. Úrvinnslusjóður er ríkisstofnun sem sinnir umsýslu úrvinnslugjalds sem lagt er á vörur og ráðstöfun þess. Úrvinnslugjaldið er notað til að stuðla að sem mestri endurvinnslu og endurnýtingu úrgangs. Úrvinnslusjóður semur við verktaka um þessa verkþætti á grundvelli verksamninga.

Sérfræðingur í gagnavinnslu – Úrvinnslusjóður
Úrvinnslusjóður óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa við fjölbreytt og krefjandi verkefni á sviði gagnaúrvinnslu, greininga og tölfræðiútreikninga.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun, þróun og innleiðing á tölfræði- og vélnámslíkönum
- Tölfræðileg greining á gögnum Úrvinnslusjóðs og tengdra stofnana/aðila
- Gerð og greining alþjóðlegra samanburða á þjónustu, kerfum og tölfræði
- Þróun og viðhald mælikvarða
- Skýrslugerð tengd tölfræðiúrvinnslu og gagnagreiningum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem gefur öflugan grunn í greiningum, útreikningum og úrvinnslu gagna
- Framúrskarandi greiningarhæfni og reynsla af notkun viðskiptagreindartóla
- Góð kunnátta í SQL og hæfni til að vinna með vöruhús gagna og stór gagnasöfn
- Víðtæk þekking á tölfræði- og vélnámsaðferðum og hönnun greiningarlíkana
- Góð tölvukunnátta og hæfni til að setja fram talnaefni á aðgengilegan máta
- Mjög góð skipulags- og samskiptahæfni
- Fagmennska, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Vilji og geta til að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð
- Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
- Áhugi á umhverfis- og endurvinnslumálum er kostur
- Brennandi áhugi á nýjustu þróun í gervigreind
Auglýsing birt28. júlí 2025
Umsóknarfrestur11. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
GervigreindSQL
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri Reykjavíkurflugvallar
Isavia Innanlandsflugvellir

Notendarannsóknir / Customer Researcher
Smitten

Sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða
Landsvirkjun

Sérfræðingur í markaðseftirliti og eftirliti með raforkumarkaði
Umhverfis- og orkustofnun

Sérfræðingur í gæðarannsóknardeild
Coripharma ehf.

Manager Planning & Performance
Icelandair

Ráðgjafi í viðskiptalausnum
Wise ehf.

Sérðu skóginn fyrir trjánum?
Bændasamtök Íslands

Scientist – Development of fishing gear technology – two-year position
Hafrannsóknastofnun

Sérfræðingur við þróun á veiðarfæratækni
Hafrannsóknastofnun

Sérfræðingur í tölfræði og gagnavinnslu
Krabbameinsfélag Íslands

Sérfræðingur í stærðfræðimenntun
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu