

Reyndur iðjuþjálfi á barna- og unglingageðdeild
Landspítali óskar eftir reyndum og drífandi iðjuþjálfa til starfa á barna- og unglingageðdeild (BUGL). Um er að ræða fullt starf fyrir reyndan og drífandi iðjuþjálfa sem brennur fyrir faglegri framþróun byggt á teymisnálgun og samþættingu við stjórnendateymi deildarinnar. Gert er ráð fyrir svigrúmi í starfshlutfalli svo tími gefist fyrir hvort tveggja klínísk verkefni og þróun. Um er að ræða 80-100% starf með sveigjanleika fyrir bæði klínísk verkefni og þróunarvinnu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Á BUGL, er tekið á móti börnum upp að 18 ára aldri sem eiga við geðheilsuvanda að stríða. Þar er veitt sérhæfð fjölskyldumiðuð þverfagleg þjónusta sem miðar að þörfum barna og fjölskyldna þeirra. Unnið er í þverfaglegum teymum og er góð samvinna höfð við fagaðila í nærumhverfi.
Iðjuþjálfi starfar samkvæmt starfslýsingu en meginhlutverk er að meta þörf á iðjuþjálfun og veita ráðgjöf og þjálfun til barna og unglinga, aðstandenda og nærumhverfi. Unnið er að því að styðja við færni við daglegar venjur, eigin umsjá, störf og tómstundir. Starfið byggir á teymisvinnu og samþættingu við stjórnendateymi deildarinnar. Iðjuþjálfar á BUGL starfa á göngu-, dag- og legudeild.
BUGL veitir sérhæfða, fjölskyldumiðaða þjónustu á göngu-, dag- og legudeild og þar er unnið í þverfaglegum teymum með nánu samstarfi við fagaðila í nærumhverfi. Áhersla er lögð á umbætur og stöðuga faglega framþróun, þar sem margvísleg tækifæri eru til að dýpka þekkingu í greiningu og meðferð algengra geðraskana. Iðjuþjálfar fá tækifæri til að sérhæfa sig, þróa starf sitt áfram og öðlast víðtæka reynslu innan fagsins. Þjónustan er í stöðugri framþróun og kapp er lagt á notendamiðaða þjónustu og styttingu biðtíma.
Á BUGL starfa um 100 einstaklingar í fjölskylduvænu starfsumhverfi og á Landspítala starfa rúmlega 30 iðjuþjálfar sem njóta góðrar aðlögunar og starfa þverfaglega með öðrum heilbrigðisstéttum. Þjónustan er í stöðugri framþróun og kapp er lagt á notendamiðaða þjónustu og styttingu biðtíma.

























































