
Orkubú Vestfjarða ohf
Í boði er áhugavert starfsumhverfi með krefjandi og fjölbreyttum verkefnum hjá traustu fyrirtæki og er hópurinn samheldinn og metnaður mikill.
Áratuga reynsla
Orkubú Vestfjarða ohf. býr að áratuga reynslu við virkjun vatnsafls og jarðhita og dreifingu og sölu raforku. Fyrirtækið á og rekur orkuver og raforkustöðvar til raforkuframleiðslu, ásamt nauðsynlegum mannvirkjum til raforkuflutnings og raforkudreifingar, jarðvarmavirki og fjarvarmakyndistöðvar ásamt nauðsynlegu dreifikerfi.
Fyrirtækið var stofnað þann 26. ágúst 1977 og var þá sameignarfélag sveitarfélaga á Vestfjörðum og ríkisins. Fyrirtækið hóf formlega starfsemi þann 1. janúar 1978. Orkubú Vestfjarða ohf. var stofnað á grundvelli laga sem samþykkt voru á Alþingi 2001.
Frá árinu 2002 hefur Orkubú Vestfjarða ohf. verið að fullu í eigu ríkisins.
7 vatnsaflsvirkjanir
Fyrirtækið rekur 7 vatnsaflsvirkjanir, sem framleiða u.þ.b. 90.000 MWh á ári, sem er um 60% af orkunotkun Vestfjarða. Flutningskerfi Orkubúsins samanstendur af 1,036 km löngum rafmagnslínum og jarðstrengjum og er viðhaldið af starfsmönnum þess.
Gæðakerfi
Fyrirtækið starfrækir gæðastjórnunarkerfi sem samræmist kröfum í ISO 9001: 2015. Fyrirtækið var fyrsta rafveitan, sem fékk viðurkennt öryggisstjórnunarkerfi vottað af Mannvirkjastofnun árið 1999. Fyrirtækið rekur einnig innra eftirlitskerfi með sölumælum samkvæmt heimild frá Neytendastofu.
Starfsmenn og skrifstofur
Starfsmenn Orkubúsins eru um 70 talsins á þremur starfssvæðum og þjónusta þeir dreifikerfi fyrir Vestfirði og sölukerfi, sem nær til landsins alls. Aðalskrifstofa er á Ísafirði og svæðisskrifstofur á Hólmavík og Patreksfirði.
Stjórn Orkubúsins
Stjórn Orkubúsins er skipuð 5 mönnum, sem kjörnir eru á aðalfundi fyrirtækisins. Orkubússtjóri veitir fyrirtækinu forstöðu og er framkvæmdastjóri þess. Starfsemi Orkubúsins er skipt upp í orkusvið, veitusvið og fjármálasvið auk eftirlitsdeildar.

Orkubú Vestfjarða - Rafmagnstæknifræðingur
Við leitum að rafmagnstæknifræðingi/verkfræðingi til starfa á aðalskrifstofu Orkubús Vestfjarða á Ísafirði. Einnig kemur til greina að starfa viða aðrar starfsstöðvar Orkubúsins, á Patreksfirði eða á Hólmavík.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á orkumálum og á gott með að vinna hvort sem er sjálfstætt eða í samstarfi við aðra.
Í boði er áhugavert starfsumhverfi með krefjandi og fjölbreyttum verkefnum hjá traustu fyrirtæki.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Verkefnastjórnun.
- Hönnun og samskipti við hönnuði.
- Áætlanagerð, upplýsinga- og skýrslugjöf.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf í rafmagnstæknifræði/verkfræði.
- Þekking og reynsla af verkefnastjórnun.
- Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hópi.
- Jákvæðni og góð færni í mannlegum samskiptum.
- Góð íslensku- og enskukunnátta.
- Reynsla af sambærilegu starfi kostur
Auglýsing birt28. janúar 2026
Umsóknarfrestur14. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Stakkanes 1, 400 Ísafjörður
Eyrargata, 450 Patreksfjörður
Skeiði 5, 510 Hólmavík
Starfstegund
Hæfni
ÁreiðanleikiFrumkvæðiSjálfstæð vinnubrögðVerkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)

Orkubú Vestfjarða - Patreksfjörður - Vélfræðingur.
Orkubú Vestfjarða ohf

Orkubú Vestfjarða - Ísafjörður - Rafvirki
Orkubú Vestfjarða ohf

Orkubú Vestfjarða - Ísafjörður - Starfsmaður í vinnuflokki
Orkubú Vestfjarða ohf

Orkubú Vestfjarða - Ísafjörður - Vélfræðingur
Orkubú Vestfjarða ohf

Orkubú Vestfjarða - Patreksfjörður - Rafvirki
Orkubú Vestfjarða ohf
Sambærileg störf (12)

Rafiðnfræðingur eða rafvirki
KAPP ehf

Sérfræðingur í orkuteymi Lotu
Lota

Sumarstörf 2026 – Háskólanemar
Lota

Viltu gera gagn? Gagnasöfnun og skráning í landupplýsingakerfi
Rarik ohf.

Tengdu þig við okkur! Sumarstarf í hönnun og afgreiðslu heimlagnaumsókna
Rarik ohf.

Sumarstarf í lágspennuverkefnum
COWI

Skoðunarmaður í rafmagnsdeild
Frumherji hf

Deildar og tæknistjóri rafmagnsdeildar
Frumherji hf

Sérfræðingar í hönnun raflagna
Hnit verkfræðistofa

Sérfræðingur í stjórnun flutningskerfis
Landsnet

Application Engineer – Audio AI, Signal Processing & Simulation
Treble Technologies

Technical Solutions Engineer – Audio AI & Simulation
Treble Technologies