
Icelandia
Icelandia er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 600 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun.
Undir vörumerki Icelandia starfa:
Activity Iceland,
Almenningsvagnar Kynnisferða
Bílaleiga Kynnisferða – Enterprise Rent-A-Car
Dive.is
Flybus
Garðaklettur
Hópbifreiðar Kynnisferða
Icelandic Mountain Guides
Reykjavik Excursions
Fyrirtækið sinnir ferðamönnum með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða.
Activity Iceland hefur boðið upp á sérferðir á breyttum bílum og lúxusferðir.
Almenningsvagnar Kynnisferða eiga 58 strætisvagna og sjá um viðhald og rekstur þeirra. Félagið sinnir akstri á 11 leiðum fyrir Strætó bs á höfuðborgarsvæðinu.
Enterprise Rent-A-Car er stærsta bílaleiga í heimi og starfar hér á landi undir vörumerki Icelandia. Félagið er með um 1.000 bíla í rekstri í langtíma- og skammtímaleigu.
Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að vera fimm stjörnu PADI köfunarskóli.
Flybus býður upp á akstur á milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Garðaklettur á og sér um viðhald og rekstur á dráttarbílum ásamt því að sinna vörubílaakstri.
Hópbifreiðar Kynnisferða heldur utan um rekstur hópbifreiða af öllum stærðum.
Icelandic Mountain Guides hafa verið í fararbroddi íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja á sviði afþreyingar, göngu- og fjallaferðum og bjóða meðal annars upp á fjórhjólaferðir, jöklaferðir og styttri og lengri gönguferðir.
Reykjavik Excursions er eitt elsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og býður upp á dagsferðir í Bláa Lónið, Gullna hringinn, Jökulsárlón, norðurljósa ferðir og margt fleira.
Icelandia leitar að áhugasömu starfsfólki sem nýtir þekkingu og reynslu í daglegum störfum í jákvæðu starfsumhverfi.
Fyrirtækið er ISO 14001 vottað og er það markmið okkar að nálgast náttúruna með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.

Móttaka og þjónusta á Litlu kaffistofunni
Icelandia leitar að þjónustuliprum og áreiðanlegum starfsmanni til að sinna fjölbreyttum verkefnum í Litlu kaffistofunni sem er hluti af upplifun gesta okkar í norðurljósaferðum. Starfið felur í sér bæði þjónustu við gesti og umsjón með kaffistofu og útisvæði. Starfið er fjölbreytt og krefst bæði samskiptahæfni og góðs skipulags. Vinnutími er frá 20:00 til 01:00.
Þú munt taka á móti gestum, skapa hlýlegt og faglegt andrúmsloft og tryggja að upplifun þeirra verði sem allra best!
Helstu verkefni og ábyrgð
- Taka á móti gestum í kaffistofu og veita góða þjónustu.
- Selja snarl, drykki og vín.
- Hella upp á kaffi/kakó og skipta um bjórkúta.
- Fylla á hillur og kæli með drykkjum og snarli.
- Veita fræðslu um norðurljós og miðla rauntíma upplýsingum um veður og skilyrði.
- Gæta þess að kaffistofa og útisvæði séu snyrtileg.
- Þrífa húsnæði og klósett eftir lokun og ganga frá fyrir næsta dag.
- Sinna öðrum tilfallandi verkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af þjónustu eða afgreiðslu.
- Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót.
- Góð færni í ensku er skilyrði.
- Grunnþekking á norðurljósum og veðurspám og geta til að miðla upplýsingum á skýran hátt.
- Geta unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði.
- Skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum.
- Gild ökuréttindi.
- Aldurstakmark: 20 ára og eldri.
Auglýsing birt2. janúar 2026
Umsóknarfrestur12. janúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaValkvætt
Staðsetning
Litla kaffistofan
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiNákvæmniSjálfstæð vinnubrögðÞjónustulundÞrif
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Hótelstjóri / General Manger
Akureyri - Berjaya Iceland Hotels

We are looking for experienced Servers, Host/ess & Bartenders
The Reykjavik EDITION

Team lead – Customer Support
Icelandair

Mötuneyti - Leikskóli í Hafnarfirði
Matarstund

Barþjónar/Hlutastarf
SKOR Hafnartorg

Vaktstjóri í sal í 100% starf - La Trattoria, Smáralind
La Trattoria

Kvöld og helgarvinna / Evening / weekend
Ginger

Framlínustarf í Hvammsvík / Fullt starf
Hvammsvík Sjóböð ehf

Sumarstarf 2026 - Ökuleiðsögumaður/Prívat Lúxus ferðir
Deluxe Iceland

Ferðaskipuleggjandi
Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar - GJ Travel

Mandarin Speaking Sales Associate
66°North

Samlokumeistari Subway
Subway