
Lífland ehf.
Lífland ræktar lýð og land. Þjónusta okkar sýnir ræktarsemi við grunnstoðir mannlífs um allt land. Með fjölbreyttu vöruúrvali og vísindalegum vinnubrögðum sköpum við góðan jarðveg fyrir hverskonar rækt; jarðrækt, búfjárrækt, nautgriparækt og hrossarækt.
Þungamiðjan í starfi okkar er þó ekki síst mannrækt í víðustu merkingu þess orðs. Íslendingar hafa sterka þörf fyrir að komast í snertingu við uppruna sinn og náttúru landsins.
Það gildir einu hver klæðist stígvélunum - stoltur bóndi, frískleg hestakona eða fjölskyldufaðir í sumarhúsi - þau vita hvar þau standa. Lífland gefur þeim þessa jarðtengingu.
Lífland er markaðsdrifið þjónustufyrirtæki sem leggur áherslu á að uppfylla þarfir og óskir viðskiptavina. Starfsemi fyrirtækisins lýtur annars vegar að þjónustu tengdri landbúnaði og tengist hins vegar hestaíþróttum, dýrahaldi, útivist og þjónustu við matvælaiðnaðinn.
Hlutverk Líflands er að bæta árangur viðskiptavina sinna. Við viljum sjá fyrir breytingar á þörfum okkar viðskiptavina og bjóða áhugaverðustu lausnirnar fyrir þá á hverjum tíma fyrir sig.
Lífland rekur tvær verksmiðjur, annars vegar fóðurverksmiðju á Grundartanga og hins vegar kornmyllu í Korngörðum í Reykjavík ásamt því að reka Nesbúegg. Skrifstofur og lager eru staðsett í Brúarvogi, Reykjavík. Verslanir Líflands eru á Lynghálsi, Reykjavík, Borgarbraut Borgarnesi, Grímseyjargötu Akureyri, Ormsvöllum Hvolsvelli, Efstubraut Blönduósi og Austurvegi Selfossi.

Lífland óskar eftir handlögnum starfsmanni í Tækjadeild
Lífland leitar að handlögnum starfsmanni í Tækjadeild
Starfssvið:
Uppsetning og samsetning fóðursílóa
Viðhald á búnaði hjá viðskiptavinum Líflands
Ýmsar smáviðgerðir á verkstæði
Ýmis önnur tilfallandi verkefni
Hæfnis- og menntunarkröfur:
Sjálfstæði í vinnubrögðum
Góð þjónustulund
Góð íslensku og/eða enskukunnátta
Sveinspróf í iðngrein kostur en ekki skilyrði
Auglýsing birt19. nóvember 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Brúarvogur 1-3 1R, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Smiður
Tækniskólinn

Vélvirki
Steypustöðin

🔧 Traustur, handlaginn og skipulagður? Við viljum þig í viðhaldið
Katla Fitness

Framtíðarstarf á málningar- og réttingaverkstæði
Blue Car Rental

Við erum að bæta við í verkstæðisteymi Heklu!
Hekla

Hópstjóri á verkstæði
Hekla

Bifvélavirki, skoðunarmaður
Aðalskoðun hf.

Verka- og vélamenn
Garðlist ehf

Starfsmaður á þjónustustöðinni á Akureyri
Vegagerðin

Verkfæravörður
Bílaumboðið Askja

Vinyl graphic installer / Stafsmaður í filmudeild
Logoflex ehf

Starfsmaður í bifreiðaskoðun Reykjanesi
Frumherji hf