
Hjallastefnan
Hjallastefnan er kærleiksmiðuð og skapandi lýðræðisstefna. Hjallastefnan rekur í dag 14 leikskóla og þrjá grunnskóla.
Drifkrafturinn í rekstri Hjallastefnunnar er sú skólahugsjón sem allt starf Hjallastefnunnar byggir á. Starfsfólk fyrirtækisins trúir því staðfastlega að starf þeirra skipti miklu máli og að það eigi með vinnu sinni þátt í því að skapa betri framtíð fyrir börn þessa lands.
Jafnréttisuppeldi, jákvæðni, agi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir í námskrá Hjallastefunnar sem við teljum að geti skipt sköpum í þroska þeirra einstaklinga sem okkur er treyst fyrir. Einnig er trú okkar að öflugt fyrirtæki í sjálfstæðum skólarekstri geti skapað nýjungar og unnið að tilraunaverkefnum sem veiti hinu opinbera kerfi nauðsynlegt og tímabært aðhald í því að efla fagstarf sitt og þjónustu – öllum börnum til hagsbóta.
Skólar Hjallastefnunnar starfa sjálfstætt undir stjórn síns leik- eða grunnskólastjóra sem hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á daglegum rekstri skólans. Þannig hefur hver skóli sitt eigið andrúmsloft og sína eigin menningu en allir starfa þeir þó að sameiginlegu markmiði og eftir sömu námskrá sem liggur til grundvallar öllum þáttum fagstarfsins.

Leikskólinn Litlu Ásar við Vífilsstaði óskar eftir kennurum/leiðbeinendum
Við starfsfólkið á Litlu Ásum leitum að jákvæðum og lífsglöðum einstaklingum sem vilja tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar. Okkar gildi eru kærleikur, sköpun og lýðræði í lífsmáta og starfi. Við leggjum sérstaka áherslu á jákvæðni og gleði í öllum. Sérstaklega leitum við að framtíðarsamstarfsfólki sem brennur fyrir því að læra og leika. Litlu Ásar er lítill leikskóli staðsettur í náttúruperlunni við Vífilsstaði, þar sem við nýtum náttúruna og náttúrlegan efnivið í öllu starfi með börnunum. Lögð er áhersla á sköpunargleði og ímyndunarafl í leik og starfi. Í leikskólanum eru börn á aldrinum 1 - 5 ára.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að elska og bera virðingu fyrir börnum
- Að vinna af ástríðu að uppeldi og menntun ungra barna
- Að horfa á dag hvern sem ævintýr
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun
- Önnur uppeldismenntun - leikskólaleiðbeinandi
- Mjög góð íslenskukunnátta
- Good Icelandic language skills required
- Reynsla af vinnu með börnum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
Fríðindi í starfi
- Útivist í dásamlegu umhverfi
- Frítt hollt fæði
- Vinnufatnaður
- Vinnustytting
- Þjálfun í starfi
- Einstakur hópur samstarfsfólks sem tilheyrir lærdómssamfélaginu sem er Hjallastefnan
Auglýsing birt27. janúar 2026
Umsóknarfrestur6. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Vífilstaðavegur 118
Starfstegund
Hæfni
Hreint sakavottorðHugmyndaauðgiMannleg samskipti
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Árbær á Selfossi - Þroskaþjálfi/Iðjuþjálfi/Sérkennari
Hjallastefnan

Kraftmikill og metnaðarfullur deildarstjóri íþrótta óskast
Leikskólinn Sjáland

Umsjónarkennari í Hofsstaðaskóla
Hofsstaðaskóli Garðabæ

Stapaskóli – Aðstoðarskólastjóri
Reykjanesbær

Deildarstjóri í upplýsingatækni
Kópavogsskóli

Kennarar og kennaranemar
Aukakennari

Leikskólinn Eyrarskjól - Leikskólakennari/Leiðbeinandi
Hjallastefnan leikskólar ehf.

Leikskólakennari/leiðbeinandi
Heilsuleikskólinn Urriðaból I

Teymisstjóri í Miðjuna, miðstöð stuðnings- og stoðþjónustu
Velferðarsvið Kópavogsbæjar

Leiðbeinandi í Ungmennahúsi Garðabæjar
Garðabær

Leikskólakennari / leiðbeinandi
Leikskólinn Krakkaborg

Stuðningur við börn í leikskóla
Waldorfskólinn Sólstafir