
Heilsa
Heilsa ehf. er leiðandi heildsali í heilsuvörum og lyfjum á Íslandi. Hjá Heilsu starfar samhentur hópur starfsfólks að því að koma gæðavörum í réttar hendur fljótt og örugglega.
Heilsa er dótturfélag Lyfju og hluti af Festi samstæðunni.

Lagerstarf
Heilsa leitar að jákvæðum og áreiðanlegum aðila í lagerteymið sitt. Starfið felur í sér móttöku, tiltekt og afgreiðslu pantana í skipulögðu og skemmtilegu vöruhúsi Heilsu að Bæjarflöt 1 í Reykjavík. Við leitum að einstaklingi með þjónustulund, nákvæm vinnubrögð og góða mætingu – sem nýtur þess að vinna í góðum hópi og bætir í hraðann þegar þarf.
Helstu verkefni:
- Móttaka og frágangur á vörum
- Tiltekt og afgreiðsla pantana
- Skráning vöruhreyfinga í birgðakerfi
- Vörutalningar og viðhald á vöruhúsrými
- Almenn tilfallandi störf á lager
Hæfniskröfur:
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Þjónustulund og jákvætt viðhorf
- Reynsla af lagerstörfum er kostur
- Lyftarapróf er kostur (eða vilji til að öðlast það)
- Almenn tölvukunnátta
- Góð íslensku- og/eða enskukunnátta
- Hreint sakavottorð er skilyrði
VIÐ BJÓÐUM
- Faglegt starfsumhverfi og góð liðsheild
- Þjálfun og stuðning við innleiðingu í starfið
- Vinnutími: Virkir dagar, 100% starf
- Aðgangur að velferðarþjónustu og styrkur til heilsueflingar
- Afsláttarkjör hjá Lyfju, Krónunni, N1 og ELKO
Nánari upplýsingar um starfið veitir Vésteinn Orri Halldórsson lagerstjóri, [email protected].
Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
Auglýsing birt7. ágúst 2025
Umsóknarfrestur17. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Bæjarflöt 1-3 1R, 112 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)

Liðsauki í vöruhús
Ískraft

Ískraft leitar að öflugum bílstjóra
Ískraft

Vöruafhending
Íspan Glerborg ehf.

Lagerstarfsmaður
Rými

Reynslumikið vöruhúsastarfsfólk vegna aukinna umsvifa
Innnes ehf.

Starf í vöruhúsi
Coca-Cola á Íslandi

Smiður/laghentur starfsmaður
Syrusson hönnunarhús

Vinna í vöruhúsi
GÓRILLA VÖRUHÚS

Full Time Sales Assistant
Sports Direct Lindum

Lagerstarfsmaður
Lindex

Umsjón og aðstoð við dreifingu, húsnæði og lager
Intellecta

Lagerstarfsmaður
Toyota