
NPA miðstöðin
NPA miðstöðin aðstoðar fatlað fólk og aðstandendur við það utanumhald og þá umsýslu sem fylgir því að hafa notendastýrða persónulega aðstoð. NPA miðstöðin veitir m.a. ráðgjöf, heldur fræðslunámskeið, greiðir aðstoðarfólki laun og sér um launatengd mál.
Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónustuform sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Fatlað fólk stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana.
Persónulegt aðstoðarfólk aðstoðar NPA notendur við sitt daglega líf, svo það hafi sömu möguleika og ófatlað fólk.

Konur sem kunna að prjóna eða hekla óskast á morgunvaktir
Konur sem kunna að prjóna eða hekla óskast á morgunvaktir
36 ára kona í Vesturbæ Reykjavíkur óskar eftir aðstoðarkonum í hlutastarf á vaktir.
Æskilegt er að viðkomandi sé 38 ára eða eldri. Eldri konur sérstaklega velkomnar.
Konan er á einhverfurófi og felst starfið í aðstoða við daglegar athafnir og veita henni félagsskap.
Helstu áhugamál hennar eru prjónaskapur, ýmis önnur handavinna og söngur. Gott er að aðstoðarkonan hafi einnig áhuga á handavinnu.
Athugið að á heimilinu er lítill hundur.
Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og eru laun samkvæmt sérkjarasamningum NPA miðstöðvarinnar við Eflingu og Starfsgreinasambandið.
Vaktir sem vantar á eru:
- Annar hver mánudagsmorgun
- Annar hver þriðjudagsmorgun
- Alla miðvikudsmorgna
- Annar hver fimmtudagsmorgun
- Alla föstudagsmorgna
Hæfniskröfur:
- Þolinmæði.
- Frumkvæði.
- Góð samskiptahæfni.
- Að vera hvetjandi og skapandi.
- Reynsla af starfi með fötluðu fólki er kostur en ekki skilyrði.
- Íslenskukunnátta er skilyrði.
- Bílpróf og aðgengi að bíl er skilyrði.
Starfið hentar mjög vel með skóla eða annarri vinnu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- góð íslenskukunnátta
Auglýsing birt19. nóvember 2025
Umsóknarfrestur17. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
107 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiÖkuréttindiÞolinmæði
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Skemmtilegt starf í sveitinni
Andrastaðir

Hress og drífandi einstaklingur óskast í stuðning
Garðabær

Teymisstjóri í íbúðakjarna fyrir fólk með fatlanir
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar

Langar þig að vinna í skemmtilegu starfsumhverfi með frábærum stelpum?
NPA miðstöðin

Velferðarsvið - Starfsfólk í dagdvalir aldraðra
Reykjanesbær

Jobs in cleaning / Störf við ræstingar
Dictum

Stuðningsfulltrúa vantar á Kleppsveg 90
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Tanntæknir eða aðstoðarmaður tannlæknis
Sterling ehf

Ferðaþjónusta fatlaðra - Akstur
Teitur

Aðstoðarmatráður
Brákarhlíð

Looking for a person with horse experience!
NPA miðstöðin

Hláturmild listaspíra óskar eftir aðstoð
NPA miðstöðin