Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofa ehf
Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofa ehf

Klínískur sálfræðingur

Líf & Sál sálfræði- og ráðgjafastofa, óskar eftir að ráða klínískan sálfræðing til starfa í okkar öfluga og sívaxandi teymi starfsfólks. Líf og sál hefur verið starfandi í tuttugu og fimm ár og býr yfir mikilli reynslu á vettvangi vinnusálfræði og meðferðar. Markmið Lífs og sálar er að vera brautryðjandi og fremst í flokki við að stuðla að heilbrigðri vinnustaðamenningu. Því er reynsla og eða áhugi á sviði vinnusálfræði mikill kostur en þó ekki krafa.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Meðferðarvinna fullorðinna
  • Handleiðsla og ráðgjöf til mannauðsfólks og stjórnenda
  • Úttektir á kvörtunum vegna sálfélagslegra áhættuþátta á vinnustöðum
  • Vinnustaðagreiningar og áhættumat
  • Fræðsla í formi fyrirlestra og námskeiða
  • Önnur tilfallandi verkefni á sviði meðferðar og vinnusálfæði
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Löggilding til starfa sem sálfræðingur á Íslandi
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Klínísk reynsla æskileg
  • Reynsla og eða áhugi á sviði vinnusálfræði æskileg
Auglýsing birt13. ágúst 2025
Umsóknarfrestur14. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Valkvætt
Mjög góð
Staðsetning
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar