
Velferðarsvið Kópavogsbæjar
Velferðarsvið Kópavogsbæjar veitir fjölbreytta og metnaðarfulla velferðarþjónustu sem hefur það að meginmarkmiði að stuðla að auknum lífsgæðum íbúa.
Á sviðinu starfar hópur 650 öflugra og fjölbreyttra einstaklinga með mismunandi menntun og þekkingu sem brenna fyrir málefnum velferðarþjónustunnar með hag þjónustunotenda að leiðarljósi. Fjölbreytileiki mannauðs velferðarsviðs endurspeglar umfang málaflokka þjónustunnar sem hafa vaxið á undanförnum árum í takt við lagabreytingar og nýjar áherslur í þjónustu til handa íbúum.
Starfsfólk sviðsins leitast við að skapa trausta ímynd og sýna hlutlægni, umhyggju og virðingu í verki gagnvart íbúum Kópavogsbæjar og öðru starfsfólki. Áhersla er lögð á árangursríka, skilvirka og hagkvæma þjónustu og gott samstarf við önnur svið bæjarins.
Velferðarsvið skiptist samkvæmt nýju skipulagi í fimm fagskrifstofur; skrifstofu barnaverndarþjónustu, skrifstofu félagslegs húsnæðis, skrifstofu ráðgjafar, skrifstofu starfsstöðva og þróunar og skrifstofu þjónustu og sértækrar ráðgjafar. Stoðskrifstofur eru tvær; skrifstofa sviðsstjóra og skrifstofa rekstrar.

Iðjuþjálfi eða annar fagaðili í ráðgjafarteymi fullorðinna
Skrifstofa sértækrar ráðgjafar á velferðarsviði Kópavogsbæjar leitar að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi í starf ráðgjafa. Ráðgjafi er hluti af þverfaglegu ráðgjafarteymi skrifstofunnar sem m.a. veitir fjölbreytta félagslega ráðgjöf og þjónustu til fullorðins fatlaðs fólks og eldra fólks í Kópavogi.
Unnið er eftir þeim meginhugmyndum sem birtast í hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf, lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, lögum um málefni aldraðra og mannréttindasáttmálum sem Ísland er aðili að.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veita ráðgjöf til einstaklinga, aðstandenda og starfsstöðva velferðarsviðs
- Meta þjónustuþörf umsækjenda um stuðningsþjónustu með áherslu á eldra fólk
- Meta þörf fyrir og sækja um stoðtæki þegar við á
- Gera þjónustu- og stuðningsáætlanir með notendum
- Skrá og halda utanum upplýsingar
- Þátttaka í þróun og aðlögun þjónustunnar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsréttindi frá landlækni í iðjuþjálfun, félagsráðgjöf, þroskaþjálfun eða sálfræði
- Reynsla af starfi með eldra fólki er kostur
- Reynsla af notkun matstækja er æskileg
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
- Lausnamiðuð nálgun og geta til að starfa undir álagi
- Góð samskipta – og skipulagsfærni
Fríðindi í starfi
Frítt í sund
Auglýsing birt15. ágúst 2025
Umsóknarfrestur31. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Vallakór 4, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
FagmennskaFrumkvæðiHreint sakavottorðJákvæðniMannleg samskiptiOpinber stjórnsýslaSjálfstæð vinnubrögðSveigjanleikiVinna undir álagi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Hlutastarf í Frístundaklúbbnum Úlfinum
Frístundaklúbburinn Úlfurinn

50% Sérkennlustjóri skólaárið 2025-2026
Leikskólinn Krakkaborg

Leiðbeinandi - viltu hjálpa fólki að losna við verki?
OsteoStrong

Frístundaleiðbeinandi í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Klínískur sálfræðingur
Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofa ehf

Lundarskóli: Deildarstjóri stoðþjónustu
Akureyri

Stuðningsfulltrúi í Arnarskóla – Sérhæfður stuðningur fyrir nemendur með mikla stuðningsþörf
Arnarskóli

Háskólamenntaður starfsmaður óskast í sérskóla í ágúst
Arnarskóli

Kraftmikill og metnaðarfullur deildarstjóri óskast
Leikskólinn Sjáland

Iðjuþjálfi - Skjól hjúkrunarheimili og Maríuhús dagþjálfun
Skjól hjúkrunarheimili

Tengiliður farsældar barna - Áslandsskóli
Hafnarfjarðarbær

Sérkennsla og stuðningur Seljakot
Leikskólinn Seljaborg