Velferðarsvið Kópavogsbæjar
Velferðarsvið Kópavogsbæjar
Velferðarsvið Kópavogsbæjar

Iðjuþjálfi eða annar fagaðili í ráðgjafarteymi fullorðinna

Skrifstofa sértækrar ráðgjafar á velferðarsviði Kópavogsbæjar leitar að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi í starf ráðgjafa. Ráðgjafi er hluti af þverfaglegu ráðgjafarteymi skrifstofunnar sem m.a. veitir fjölbreytta félagslega ráðgjöf og þjónustu til fullorðins fatlaðs fólks og eldra fólks í Kópavogi.

Unnið er eftir þeim meginhugmyndum sem birtast í hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf, lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, lögum um málefni aldraðra og mannréttindasáttmálum sem Ísland er aðili að.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita ráðgjöf til einstaklinga, aðstandenda og starfsstöðva velferðarsviðs
  • Meta þjónustuþörf umsækjenda um stuðningsþjónustu með áherslu á eldra fólk
  • Meta þörf fyrir og sækja um stoðtæki þegar við á
  • Gera þjónustu- og stuðningsáætlanir með notendum
  • Skrá og halda utanum upplýsingar
  • Þátttaka í þróun og aðlögun þjónustunnar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsréttindi frá landlækni í iðjuþjálfun, félagsráðgjöf, þroskaþjálfun eða sálfræði
  • Reynsla af starfi með eldra fólki er kostur
  • Reynsla af notkun matstækja er æskileg
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
  • Lausnamiðuð nálgun og geta til að starfa undir álagi
  • Góð samskipta – og skipulagsfærni
Fríðindi í starfi

Frítt í sund

Auglýsing birt15. ágúst 2025
Umsóknarfrestur31. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Vallakór 4, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Vinna undir álagi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar