
Barnaheimilið Ós
Ós er lítill foreldrarekinn leikskóli með stórt hjarta. Okkar megin stefna er að útbúa heimilislegt umhverfi þar sem börnin upplifa heildstæða veröld á leikskólaárunum í umhverfi leikskólinn og fjölskyldunar vinna þétt saman. Fagleg stefna okkar gengur út á að börnin eru litlir könnuðir og erum við undir áhrifum frá Reggio Emilia stefnunni, Rudolf Steiner og Curiosity approach aferðinni. Ós er að innleiða nýja námskrá og eru því spennandi tímar framundan.

Kennari/leiðbeinandi óskast í leikskólann Ós.
Barnaheimilið Ós er lítill foreldrarekinn leikskóli í "Litla Skerjafirði" í Reykjavík þar sem starfsmenn eru að jafnaði um 16 og um 40 börn. Lögð er áhersla á jákvætt og uppbyggjandi náms- og starfsumhverfi og tækifæri foreldra til að taka þátt í starf skólans með það að markmiði að skapa jafnvægi milli heimils og skóla.
Í uppeldi og menntun barnanna er lögð áhersla á flæði í leik, góða tengslamyndun og jákvæð og umhyggjusöm samskipti. Unnið er að umbótum og nýbreytni í starfinu þetta skólaár sem snýr að faglegu starfi og betri starfsaðstæðum bæði barna og starfsfólks.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sinna uppeldi og menntun barnanna samkvæmt starfslýsingum KÍ
- Læra og tileinka sér starfsaðferðir leikskólans
- Sinna daglegum verkefnum í samstarfi við skólastjóra
- Taka þátt í skipulagningu og þróun starfsins undir stjórn stjórnenda skólans
- Tileinka sér jákvæð samskipti og samvinnu við foreldra
- Tileinka sér jákvæðni og stundvísi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf kennara
- Annars konar menntun sem nýtist í starfi
- Áhugi á uppeldi og menntun ungra barna
- Frumkvæði og ábyrgð í starfi
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
Fríðindi í starfi
- Skapandi og nærandi starfsumhverfi
- 36 stunda vinnuvika (styttingin tekin alla leið)
- Möguleiki á sveigjanlegum vinnutím
- Samgöngustyrkir
- Heilsueflingarstyrkir
- Frítt fæði sem eldað er frá grunni
- Frí milli jóla og nýárs
Auglýsing birt25. september 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Skerplugata 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHreint sakavottorðHugmyndaauðgiJákvæðniLeiðtogahæfniSamviskusemiStefnumótunStundvísiTeymisvinnaVinna undir álagi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

ÓE leikskólakennara / starfsmaður á deild
Waldorfskólinn Sólstafir

Matráð í eldhús Leikskóla Félagsstofnunar stúdenta
Leikskólar stúdenta

Frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöðvum í Neskaupstað, Eskifirði og Reyðarfirði
Fjarðabyggð

Frístundaráðgjafar/leiðbeinendur
Kringlumýri frístundamiðstöð

Deildarstjóri óskast
Heilsuleikskólinn Kór

Háskólamenntaður starfsmaður óskast í sérskóla
Arnarskóli

Deildarstjóri í Brákarborg
Leikskólinn Brákarborg

Urriðaholtsskóli óskar eftir þroskaþjálfa á leikskólastig
Urriðaholtsskóli

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir leikskólasérkennara
Urriðaholtsskóli

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir leikskólakennara á leikskólastigi
Urriðaholtsskóli

Kennari ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Starfsmaður ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær