Reykjavík Lights Hótel
Reykjavík Lights Hótel
Reykjavík Lights Hótel

Húsvörður / Property maintenance - Reykjavík Lights Hótel

Við leitum að laghentum og lausnamiðuðum starfsmanni í starf húsvarðar á Reykjavík Lights Hótel. Starfið felur í sér almennt viðhald fasteigna og umsjón með stærri verkum og viðgerðum.

Hjá Keahótelum ríkir góður starfsandi og sækjumst við eftir að ráða jákvæða einstaklinga með brennandi áhuga á ferðaþjónustu til liðs við okkur. Viðkomandi þarf jafnframt búa yfir ríkri þjónustulund og metnaði þar sem ásýnd og viðhald fasteignar geta skipt sköpum í upplifun gesta.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með viðhalds- og öryggismálum á húsnæði og búnaði
  • Umsjón og eftirfylgni með iðnaðarmönnum í stærri verkum
  • Almennt viðhald á herbergjum og alrýmum
  • Ábyrgð á góðu aðgengi að hóteli og snyrtilegu útisvæði
  • Ábyrgð á sorplosun og þrif á sorpgeymslum 
  • Kostnaðareftirlit er varðar viðhald og viðgerðir í samráði við hótelstjóra
  • Innkaup og önnur erindi er varða almennan rekstur á hótelinu
  • Aðstoð við vörumóttöku
  • Ýmis önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af sambærilegum störfum og er iðnmenntun kostur
  • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Að hafa auga fyrir smáatriðum og hreinlæti
  • Sjálfstæð vinnubrögð og geta til að vinna í hópi
  • Kurteisi, snyrtimennska og stundvísi
  • Hæfni til að takast á við nýjar og fjölbreyttar áskoranir
  • Gott vald á íslensku og ensku
  • Hreint sakarvottorð og bílpróf eru skilyrði
Fríðindi í starfi

Morgunmatur og hádegismatur

Auglýsing birt19. nóvember 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar