Lágafellsskóli
Lágafellsskóli
Lágafellsskóli

Við leitum að öflugum húsverði

Lágafellsskóli leitar að húsverði í afleysingu fram í febrúar 2026

Helstu verkefni og ábyrgð

Lágafellsskóli er heildstæður 550 barna grunnskóli með nemendur frá 1.-10.bekk.  Einnig er Frístund fyrir nemendur 1.-4.bekkja í húsnæði skólans.

Við leitum að húsverði sem hefur umsjón með viðhaldi á fasteignum og lausafjármunum viðkomandi starfsstöðvar. Húsvörður hefur að hluta til umsjón með daglegum ræstingum auk þess að hafa samskipti við þá aðila sem sjá um viðhald og eftirlit með fasteignum Mosfellsbæjar.

Um er að ræða 100% starfshlutfall í afleysingu til 31.janúar 2026 með möguleika á starfi út febrúar 2026.  Viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða.  Ráðið er í stöðuna sem allra fyrst.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Mjög góð samskiptahæfni, sveigjanleiki, jákvætt viðhorf og lausnamiðuð hugsun er skilyrði
  • Menntun sem nýtist í starfi og reynsla af sambærilegu starfi
  • Tölvukunnátta og þekking á eftirliti og rekstri húsakerfa skilyrði
  • Sér um samskipti og innkaup við aðila utan skóla sem þjónusta skólann
  • Sveigjanleiki í fjölbreyttu starfsumhverf
  • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig skipulega bæði í ræðu og riti
Auglýsing birt13. nóvember 2025
Umsóknarfrestur27. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Lækjarhlíð 1, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar