

Hugbúnaðarsérfræðingur
Ertu framúrskarandi fram- eða bakendaforritari sem langar að taka þátt í að þróa flottar tæknilausnir sem hafa áhrif á fjölda viðskiptavina?
Við leitum að metnaðarfullum hugbúnaðarsérfræðingi í öflugt þróunarteymi í upplýsingatæknideild Festi til að vinna að app- og vefþróun hjá Festi og dótturfélögum.
Festi er eignarhaldsfélag leiðandi fyrirtækja sem gegna mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi. Starfsemi móðurfélagsins snýr að fjárfestingum og stoðþjónustu við dótturfélögin, ELKO, Krónuna, N1, Lyfju, Yrki fasteignir og Bakkann vöruhótel. Innan upplýsingatæknideildar eru sérfræðingar sem þróa lausnir sem allir þekkja eins og vefverslun ELKO, snjallverslun Krónunnar, Krónu appið, N1 vefverslun og N1 appið.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða sambærilegu sviði
- Minnst tveggja ára reynsla í fram- og/eða bakenda vefþróun
- Reynsla sem nýtist fyrir tæknistakk Festi
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góð samskiptafærni og vilji til að læra
Tæknistakkur
- Python/Django
- React
- Flutter
- .NET
- AWS
- PostgreSQL
- Redis
Festi leggur áherslu á að skapa spennandi og líflegt starfsumhverfi þar sem hæfileikar einstaklingsins fá að njóta sín.Starfsfólki er veittur sveigjanleiki í starfi og lögð er áhersla á jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Velferð starfsfólks er í fyrirrúmi og er ýmis konar heilsueflandi þjónusta í boði í velferðarpakka félagsins. Starfsfólk fær góð kjör á vörum og þjónustu hjá ELKO, Krónunni, Lyfju og N1.
Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar 2026.
Nánari upplýsingar veitir Linda Kristmannsdóttir, forstöðumaður upplýsingatækni, [email protected].
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Enska
Íslenska










