
1984 ehf
1984 ehf var stofnað snemma árs 2006. Við erum hýsingarfyrirtæki,
Við viljum bjóða vefhýsingu, tölvupóstþjónustu og sýndarþjóna á verði sem er samkeppnishæft á alþjóðlegum markaði og nota umhverfisvæna orku í starfseminni.
Við leggjum áherslu á tjáningarfrelsi og tökum ábyrgð okkar mjög alvarlega á því sviði.

Linux kerfisstjórn og forritun
Starfið felst í að taka þátt í rekstri og þróun kerfa 1984 ehf. Öll starfsemin byggir á frjálsum hugbúnaði og þar eru Debian GNU/Linux og Python hornsteinar. Við leitum að manneskju sem hefur góða reynslu af almennum kerfisrekstri (3-5 ár minnst) og hefur mjög góð tök á python og bash. Manneskjan þarf ennfremur að geta átt samskipti við viðskiptavini, birgja og samstarfsfólks á íslensku og ensku og aðstoða við lausn aðskiljanlegustu vandamála.
Við leitum að persónu sem getur unnið sjálfstætt og haft frumkvæði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Kerfisrekstur og eftirlit með ástandi tölvu- og netkerfa.
- Þróun og viðhald afgreiðslu- og rekstrarkerfa.
- Aðstoð við viðskiptavini.
- Samskipti við birgja, þjónustuaðila og stundum við viðskiptavini.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af kerfisrekstri (3-5 ár)
- Þekking á sýndarumhverfi (gjarnan KVM)
- Þekking á tölvupóstþjónustu, vefþjónustum og Django er kostur
- Python og bash forritun
- Reynsla af netkerfum (e. networking) kostur
- Reynsla af innleiðingu staðla og eftirfylgni í hlýtingu (e. compliance) þeirra.
- Lífsreynsla sem hefur kennt umburðarlyndi og dugar til að geta sett sig í spor annarra.
Fríðindi í starfi
- Mjög áhugaverð verkefni og afslappað starfsumhverfi.
- Þáttaka í líkamsræktarkostnaði
- Niðurgreiddur hádegisverður
Auglýsing birt25. janúar 2026
Umsóknarfrestur13. febrúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Austurstræti 12A, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
BashHTMLKerfishönnunLinuxPHPPythonVefforritun
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Vettvangsþjónusta Nova
Nova

OK leitar að kerfisstjóra
OK

Framenda / Full stack forritari (Software Developer)
Five Degrees ehf.

Hugbúnaðarsérfræðingur
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Blöndunarstjóri - Akureyri
Möl og Sandur

Software Engineer – Full-Stack
Parka Lausnir ehf.

Sumarstörf hjá Advania
Advania

Frontend Software Engineer
Tern Systems

Software Engineer
Ripple

Innviðir framtíðarinnar - Ofar leitar að sérfræðingum í gagnaverum
Ofar

Product Software Developer
Aftra

OK leitar að reynslumiklum tæknimanni
OK