Festi
Festi
Festi

Hópstjóri launavinnslu Festi samstæðunnar

Vilt þú leiða launavinnslu hjá einni stærstu samstæðu landsins með yfir 2.700 starfsmenn? Við leitum að reyndum og metnaðarfullum einstakling til að leiða öflugt teymi sérfræðinga í launavinnslu og þróa áfram skilvirka og örugga ferla í launavinnslu og öfluga upplýsingagjöf til stjórnenda

Um hlutverkið

Sem hópstjóri launavinnslu berð þú ábyrgð á daglegum rekstri og umbótum á sviði launamála fyrir öll félög innan samstæðunnar. Þú munt leiða teymi sérfræðinga og vinna með mannauðs-, fjármála- og rekstrardeildum samstæðunnar. Þú munt gegna lykilhlutverki í þróun stjórnendaupplýsinga og nýtingu tækni í launavinnslu og upplýsingagjöf.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Yfirumsjón með á allri launavinnslu samstæðunnar
  • Tryggja rétta framkvæmd launagreiðslna, lögmæti og skil
  • Innleiða umbætur, sjálfvirknivæðingu og stafræn verkfæri
  • Þróa ferla og verklag í samræmi við reglur og góða stjórnarhætti
  • Ráðgjöf til stjórnenda og mannauðsteymis um launatengd málefni
  • Halda utan um samskipti við lífeyrissjóði, stéttarfélög og opinbera aðila
  • Þátttaka í áætlanagerð og mannaflaspá
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Víðtæk þekking og reynsla af launavinnslu og kjarasamningum nauðsynleg
  • Reynsla af stjórnun og leiðtogahlutverki
  • Frumkvæði og færni í að leiða umbætur og nýjungar
  • Mjög góð tölvukunnátta og reynsla af H3
  • Skipulagshæfni, nákvæmni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
Auglýsing birt10. maí 2025
Umsóknarfrestur20. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Dalvegur 10-14, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar