Barna- og fjölskyldustofa
Barna- og fjölskyldustofa
Barna- og fjölskyldustofa

Hópstjóri á meðferðarheimilinu Lækjarbakka

Vilt þú taka þátt í krefjandi og gefandi starfi með unglingum?

Barna- og fjölskyldustofa auglýsir lausar til umsóknar þrjár stöður hópstjóra á meðferðarheimilinu Lækjarbakka. Heimilið er staðsett í Gunnarsholti, rétt utan við Hellu. Starfið heyrir undir forstöðumann og deildarstjóra heimilisins. Um er að ræða 100% starf í vaktavinnu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Meðferðarvinna, vinna að tómstundastarfi með unglingum og ábyrgð á að einstaklingsmiðuðu skipulagi sé fylgt.  
  • Ábyrgð á vaktstjórn á heimilinu utan hefðbundins dagvinnutíma eða í fjarveru yfirmanns. 
  • Einstaklingsbundinn stuðningur við unglinga í meðferð í samvinnu við stjórnendur og fagaðila.  
  • Samskipti við foreldra og samstarfsaðila. 
  • Vinna eftir verklagsreglum heimilisins og þeim gagnreyndum aðferðum sem unnið er eftir á heimilinu. 
  • Tryggja öryggi skjólstæðinga. 
  • Almenn heimilisstörf. 
  • Önnur tilfallandi verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla og/eða menntun sem að mati forstöðumanns nýtist í starfi. 
  • Reynsla og/eða þekking af gagnreyndum aðferðum í meðferðarvinnu með unglingum er æskileg.  
  • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum. 
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð. 
  • Sveigjanleiki og þjónustulund.
  • Gott líkamlegt atgervi og andlegt heilbrigði.
  • Góð íslenskukunnátta í mæltu og rituðu máli, enskukunnátta æskileg.
  • Gild ökuréttindi. 
Auglýsing birt15. september 2025
Umsóknarfrestur29. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Valkvætt
Meðalhæfni
Staðsetning
Lækjarbakki í Gunnarsholti
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar