
Höfuð-borgin sértæk félagsmiðstöð
Höfuð-borgin er sértæk félagsmiðstöð ætlum ungmennum á aldrinum 16-20 ára sem eiga lögheimili í Kópavogi. Í Höfuð-borginni gefst ungu fólki með stuðningsþarfir tækifæri til þess að taka þátt í frístunda- og atvinnutengdri starfsemi eftir að skóladegi lýkur. Lögð er áhersla á að veita ungmennum öruggt, jákvætt og uppbyggilegt frístundastarf sem tekur mið af þörfum og getu hvers og eins. Starfsemi Höfuð-borgarinnar fellur undir lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Höfuð-Borgin - sértæk félagsmiðstöð
Kópavogsbær leitar eftir frístundaleiðbeinanda í sértæku félagsmiðstöðina Höfuð-Borgin. Vinnutíminn er kl 13:00 - 17:00 og hentar starfið því vel með námi. Um er að ræða 20-50% starf og æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20. aldursári.
Höfuð-Borgin er sértæk félagsmiðstöð sem ætluð er ungmennum 16-20 ára með fötlun sem lögheimili hafa í Kópavogi og er til húsa í Roðasölum 1. Í Höfuð-Borginni gefst ungu fólki tækifæri á að taka þátt í frístunda- og atvinnutengdri starfsemi eftir að skóladegi lýkur. Lögð er áhersla á að veita ungmennum öruggt, jákvætt og uppbyggilegt félagsmiðstöðvarstarf sem tekur mið af þörfum og getu hvers og eins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sinnir persónulegum stuðningi við ungmenni með fötlun og skapar öryggi og vellíðan í félagsmiðstöðinn.
- Þátttaka og leiðsögn í atvinnu– og frístundatengdu starfi og í hópastarfi.
- Framfylgir þjálfunar-/þjónustuáætlunum sem forstöðumaður hefur umsjón með.
- Stuðlar að virðingu, jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum við ungmennin.
- Undirbúningur og frágangur í upphafi og lok hvers dags.
- Þátttaka og leiðsögn í atvinnu– og frístundatengdu starfi og í hópastarfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf æskilegt.
- Reynsla af starfi með ungmennum með fötlun æskileg.
- Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20. aldursári.
- Færni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
- Skipulögð og fagleg vinnubrögð.
- Mjög góð íslenskukunnátta.
Auglýsing birt6. nóvember 2025
Umsóknarfrestur17. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaValkvætt
Staðsetning
Roðasalir 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Leikskólinn Lækur óskar eftir Leikskólakennara eða starfsmanni með háskólamenntun
Lækur

Aðstoðarmaður óskast NPA
Eggaldin ehf.

Leikskólakennari óskast í leikskólann Kirkjuból
Leikskólinn Kirkjuból

Leikskólakennari - Fullt starf / tímavinna
Leikskólinn Vinagerði

Frístundaleiðbeinandi við Eskifjarðarskóla
Fjarðabyggð

Leikskólinn Reykjakot óskar eftir leikskólakennara eða leiðbeinanda
Leikskólinn Reykjakot

Leikskólakennari /leikskólaliði í leikskólann Björtuhlíð
Leikskólinn Bjartahlíð

Starfsmaður á heimili fatlaðs fólks
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar

Hláturmild listaspíra óskar eftir aðstoð
NPA miðstöðin

Skóla- og frístundaliðar í frístundaheimilið Holtasel - Hvaleyrarskóli
Hafnarfjarðarbær

Starf bílstjóra við akstursþjónustu fyrir fatlað fólk á Egilsstöðum og í Fellabæ
Fjölskyldusvið

Stuðningsfulltrúi með börnum með sérþarfir – starf sem skiptir máli
Arnarskóli