Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð

Hjúkrunarforstjóri

Reykhólahreppur auglýsir eftir hjúkrunarforstjóra til starfa á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð.

Lögð er áhersla á að veita heimilisfólki góða, faglega og hlýja þjónustu á hverjum tíma og að Barmahlíð sé jafnframt aðlaðandi og traustur vinnustaður. Heimilið hefur pláss fyrir 14 í hjúkrunarrýmum og 2 í hvíldarrýmum. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi með faglega sýn á hjúkrun og öldrunarþjónustu, sem jafnframt býr yfir leiðtogahæfni og góðri færni í mannlegum samskiptum.

Hjúkrunarforstjóri gegnir lykilhlutverki í starfsemi heimilisins og sameinar faglega forystu, ábyrgð á rekstri og þátttöku í daglegu starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

·       Fagleg ábyrgð á hjúkrunar- og umönnunarþjónustu Barmahlíðar.

·       Umsjón með og ábyrgð á fjármálum, rekstri og stjórnun heimilisins.

·       Stjórnun mannauðs, m.a. ráðningar, vaktaskipulag og leiðsögn starfsfólks.

·       Að stuðla að jákvæðu og uppbyggilegu starfsumhverfi með góðum samskiptum og samvinnu.

·       Umsjón með gæðamálum og eftirfylgni með lögum, reglum og faglegum viðmiðum.

·       Samskipti og samstarf við sveitarstjórn, heilbrigðisþjónustu, aðstandendur og aðra samstarfsaðila.

·       Hjúkrunarforstjóri er ábyrgur gagnvart stjórn Barmahlíðar.

Menntunar- og hæfniskröfur

·       Háskólamenntun í hjúkrunarfræði og gilt starfsleyfi.

·       Reynsla af hjúkrun og umönnun, helst innan öldrunarþjónustu eða sambærilegs sviðs.

·       Reynsla af stjórnun, leiðtogahlutverki eða ábyrgðarhlutverki er kostur.

·       Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum sem og samvinnu.

·       Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og lausnamiðuð nálgun.

·       Áhugi á stjórnun, faglegri forystu og þróun starfsumhverfis

·       Þekking og/eða áhugi á rekstri, mannauðsmálum og skipulagi æskilegt

·       Vilji til að tileinka sér nýja þekkingu og færni.

·       Góð færni í íslensku, í ræðu og riti.

Auglýsing birt19. desember 2025
Umsóknarfrestur12. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Barmahlíð , 380 Reykhólahreppur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hjúkrunarfræðingur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar