Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Hjúkrunarfræðingur óskast á hjúkrunarheimilið Móberg

Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) leitar að hjúkrunarfræðingi til starfa á hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi. Ef þú vilt vinna í umhyggjusömu og faglegu umhverfi þar sem velferð íbúa er í forgrunni, þá er þetta tækifærið fyrir þig!

HSU veitir heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu ásamt því að annast sjúkraflutninga. Þjónustusvæðið nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austri.

Hlutverk HSU er að móta, þróa og útfæra heilbrigðisþjónustu í umdæminu og tryggja íbúum Suðurlands og öðrum þjónustuþegum jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.

Þjónustumarkmið HSU byggja á gildum okkar um fagmennsku, virðingu og samvinnu. Velferð og þarfir þjónustuþega eru okkar leiðarljós.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Um er að ræða fjölbreytt starf með skemmtilegu og metnaðarfullu starfsfólki.

  • Mikið er lagt upp úr góðu þverfaglegu samstarfi þar sem fagmennska, umhyggja og virðing fyrir skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra er höfð að leiðarljósi.

  • Um er að ræða vaktavinnu sem felur í sér morgun- og kvöldvaktir, auk möguleika á bakvöktum ef það hentar. Helgarvinna er samkvæmt samkomulagi við deildarstjóra.

  • Heimilið hefur fimm almennar hjúkrunareiningar þar sem 12 einstaklingar búa á hverri einingu.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsleyfi landlæknis.

  • Hjúkrunarnám frá viðurkenndri menntastofnun.

  • Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli.

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, áreiðanleiki og síðast en ekki síst jákvætt viðhorf.

Auglýsing birt15. desember 2025
Umsóknarfrestur29. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Árvegur 161836, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.HjúkrunarfræðingurPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar