

Hafnasamlag Norðurlands bs.: Yfirvélstjóri/hafnarvörður
Hafnasamlag Norðurlands bs. óskar eftir að ráða yfirvélstjóra/hafnarvörð til starfa.
Um er að ræða fullt starf sem er ótímabundið með vinnutímann frá kl. 8 til 15:12 alla virka daga.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Undir Hafnasamlag Norðurlands bs. falla Akureyrarhöfn, Grenivíkurhöfn, Svalbarðseyrarhöfn, Hjalteyrarhöfn, Hríseyjarhöfn og Grímseyjarhöfn.
Þetta er lifandi starf sem kallar á mikil samskipti við fólk og fyrirtæki.
• Vélstjórn hafnarbáta.
• Viðhald hafnarmannvirkja.
• Starf hafnarvarða við móttöku og brottför skipa.
• Eftirlit með aðgangsstýringu að hafnarsvæðinu.
• Eftirlit með að ákvæðum siglingaverndar sé framfylgt í samræmi við verndaráætlun hafnarinnar.
• Almenn og sérhæfð störf á starfssviði hafnarinnar sem til falla.
• VF 1
• Góð enskukunnátta.
• Góð tölvukunnátta.
• Bílpróf.
• Vinnuvélaréttindi kostur.
• Meirapróf kostur.
• Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
• Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
• Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.













