
APRÓ
APRÓ er nútímaupplýsingatæknifyrirtæki byggt á grunni þriggja leiðandi íslenskra tæknifyrirtækja: Andes, Prógramm og Miracle. Með yfir 80 framúrskarandi sérfræðinga sameinum við áratugareynslu og nýjustu tækniþekkingu í hugbúnaðarþróun, skýjaþjónustu, gagnatækni og gervigreind.
Við erum stolt af því að vinna að verkefnum sem hafa raunveruleg áhrif á samfélagið, með fjölbreyttum viðskiptavinum – allt frá stórum stofnunum til nýsköpunarfyrirtækja. Hjá APRÓ finnur þú vinnustað þar sem samvinna, faglegur vöxtur og vellíðan starfsfólksins eru í forgrunni.

Gervigreindar- og gagnafræðingur (junior staða)
Brennur þú fyrir gervigreind?
APRÓ leitar að efnilegum og metnaðarfullum einstaklingi til að ganga til liðs við gagna- og gervigreindarteymi fyrirtækisins. Þetta er kjörið tækifæri fyrir nýútskrifaðan tölvunar- eða gagnafræðing, eða nema á lokasprettinum, sem vill sérhæfa sig í hagnýtingu nýjustu gervigreindartækni í fjölbreyttum verkefnum.
Viðkomandi verður hluti af framsæknu teymi sérfræðinga þar sem lærdómur og nýsköpun eru í brennidepli. Teymið vinnur með gögn og gervigreind til að þróa snjöll kerfi, bæta ferla og skapa verðmæti fyrir viðskiptavini APRÓ.
Vinsamlega látið ferilskrá og einkunnir fylgja umsókn. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Python forritun og þróun tenginga við önnur kerfi (API)
- Terraform forritun fyrir skýjainnviði
- Undirbúningur og hreinsun gagna fyrir gervigreindarvinnslu
- Aðstoð við þróun gervigreindarlausna og sjálfvirknivæðingu ferla
- Fylgjast með nýjungum í gervigreind og koma með hugmyndir að hagnýtingu þeirra
- Samstarf við teymið í þróun og innleiðingu nýrra gervigreindarverkfæra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi (hugbúnaðarverkfræði, gagnatækni o.þ.h.)
- Reynsla af Python og skýjaumhverfum (AWS, Azure eða Google)
- Reynsla af Terraform er kostur en ekki skilyrði
- Áhugi á hagnýtingu gervigreindar og skilningur á mállíkönum (LLMs)
- Rík þjónustulund, nákvæmni og frumkvæði í vinnubrögðum
- Góð enskukunnátta er skilyrði, íslenskukunnátta kostur
Fríðindi í starfi
- Kaupréttaráætlun
- Sveigjanlegur vinnutími
- Árlegur heilsustyrkur
- Samgöngustyrkur
- Mötuneyti, drykkir og snarl á vinnustað
- Starfsmannafélag og reglulegir viðburðir
Auglýsing birt12. desember 2025
Umsóknarfrestur12. janúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaValkvætt
Staðsetning
Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
GervigreindPython
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

OK leitar að reynslumiklum kerfisstjóra
OK

Forritari
RML

Software engineer - Automation & Integrations
Klappir grænar lausnir hf.

Kerfisfræðingur
Helix Health

Software Development Engineer
Nox Medical

Gervigreindar- og gagnafræðingur
APRÓ

Verkefnastjóri í Lánastýringu
Íslandsbanki

Tæknimaður á Sauðárkróki
OK

Delivery Lead (Scrum Master)
Embla Medical | Össur

Technical Consultant
LS Retail

Ertu lausnamiðaður tæknisérfræðingur sem hefur gaman af fjölbreyttum verkefnum?
Háskólinn á Bifröst

Data Quality Engineer
Arion banki