Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Framkvæmdastjóri mannauðs

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins óskar eftir að ráða öflugan einstakling með skýra framtíðarsýn og getu til að vinna í krefjandi umhverfi þar sem frumkvæði og drifkraftur fá að njóta sín í starf framkvæmdastjóra mannauðs.

Leitað er að framsæknum einstaklingi sem býr yfir framúrskarandi samskiptahæfni, brennandi áhuga á mannauðsmálum auk skilnings og þekkingar á rekstri. Framkvæmdastjóri mannauðs heyrir undir forstjóra og á sæti í framkvæmdastjórn.

Framkvæmdastjóri mannauðs hefur umsjón með framkvæmd mannauðsstefnu og leiðir uppbyggingu liðsheildar og eflingu nútímalegrar stjórnunar. Viðkomandi er leiðandi í að efla jákvæða vinnustaðamenningu, samskipti og vellíðan starfsfólks.

Ef þú hefur ástríðu fyrir mannauðsmálum og vilt hafa áhrif á þróun og vöxt Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til framtíðar, þá er þetta starfið fyrir þig.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Forysta og stefnumótun, innleiðing og eftirfylgni stefnu, skipulagning og samhæfing mannauðsmála.
  • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsfólk.
  • Árangursmælingar og yfirumsjón með greiningu og eftirfylgni á lykiltölum mannauðsmála.
  • Ábyrgð á framfylgd vinnustaðagreininga og eftirfylgni í samvinnu við stjórnendur.
  • Yfirumsjón með ráðningum.
  • Ábyrgð á starfsumhverfismálum og starfsþróun.
  • Ábyrgð á sviði kjaramála, stofnanasamninga og samskipti við stéttarfélög.
  • Leiðir mótun og eftirfylgni jafnréttis- og mannréttindastefnu.
  • Leiðandi í að efla jákvæða vinnustaðamenningu, samskipti og vellíðan starfsfólks.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf, meistaragráða sem n‎ýtist í starfi.
  • Framúrskarandi leiðtogahæfni, samskiptafærni, samningatækni og hæfni til ákvarðanatöku.
  • Reynsla af mannauðsstjórnun og víðtæk þekking á mannauðsmálum.
  • Reynsla af stefnumótun og framkvæmd hennar.
  • Farsæl reynsla af stjórnun, þekking og skilningur á rekstri.
  • Góð þekking á kjarasamningum er kostur.
  • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í starfi.
  • Ögun í vinnubrögðum og auga fyrir tækifærum til úrbóta.
  • Reynsla til að greina gögn og miðla upplýsingum.
  • Gott vald á íslensku og ensku og færni til tjáningar í ræðu og riti.  
Auglýsing birt5. september 2025
Umsóknarfrestur22. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Álfabakki 16, 109 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar