VHE
VHE
VHE

Flokkstjóri - Vélsmiðja

Vegna aukinna verkefna óskum við eftir einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt, eru lausnarmiðaðir og með ríka þjónustulund, með iðnréttindi eða áralanga reynslu á sínu sviði.

Við óskum eftir öflugum einstaklingi til að vinna sem flokkstjóri í vélsmiðju okkar í Hafnarfirði.

Flokkstjóri leiðir vinnuhóp í ýmsum verkefnum vélsmiðjunnar en helstu verkefni eru m.a. í innlendum iðnaði, stóriðju ásamt þjónustu við álverin. Vélsmiðjan er mikilvæg eining bæði í framleiðslu og þjónustu VHE og vinnur þétt með öðrum deildum fyrirtækisins.

Menntunar- og hæfniskröfur

Sveinspróf eða áralöng reynsla

Reynsla af mannastýringu og verkstjórn

Önnur hæfni og færni:

  • Stjórnun verkefna og lausnarmiðuð vinnubrögð
  • Góð íslensku og enskukunnátta
  • Góð færni í mannlegum samskiptum
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Geta og vilji til að vinna undir álagi
  • Góð tölvufærni
  • Reynsla af vinnu í álverum er kostur

Um ræðir fullt starf á skemmtilegum vinnustað við fjölskylduvænar aðstæður þar sem stígandi hefur verið mikill með bjartan vöxt og verkefnastöðu framundan, sem er nú þegar tryggð til lengri tíma og býður því upp á fjölbreytt, krefjandi starf þar sem hægt er að afla sér víðtækrar reynslu

Íslenska – eða góð enskukunnátta er skilyrði. Við hvetjum konur og karla til að sækja um öll störf hjá fyrirtækinu. Umsóknir eru meðhöndlaðar með trúnaði.

Auglýsing birt20. maí 2025
Umsóknarfrestur15. júní 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Melabraut 23, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar