

Fjármálastjóri
Sveitarfélagið Hornafjörður leitar að öflugum og framsýnum leiðtoga í starf fjármálastjóra. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf þar sem frumkvæði, samskiptafærni og skipulögð vinnubrögð fá að njóta sín.
Fjármálastjóri ber ábyrgð á bestu mögulegu stýringu á fjármunum sveitarfélagsins. Fjármálastjóri starfar í umboði bæjarstjóra og hefur yfirumsjón með daglegum rekstri fjármála sveitarfélagsins í samræmi við samþykktir, lög og reglur, stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins hverju sinni. Hann hefur yfirumsjón með innra eftirliti, greiningu á hagtölum og fjármálakostum hjá sveitarfélaginu. Fjármálastjóri starfar náið með sviðsstjórum og forstöðumönnum sveitarfélagsins og ber ábyrgð á áætlunargerð, uppgjöri og innheimtu.
Um er að ræða 100% starf og er um staðbundið starf í Hornafirði að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eigi síðar en 1. júní 2026.
- Yfirumsjón með greiningu fjármálakosta sveitarfélagsins, hagtölum og öðrum þáttum sem varða rekstur sveitarfélagsins.
- Hefur yfirumsjón með fjármálum og fjárhagsáætlun sveitarfélagsins í heild í samvinnu við bæjarstjóra.
- Ber ábyrgð á fjárhagsbókhaldi og gerð ársreikninga sveitarfélagsins og samskiptum við endurskoðendur í samvinnu við bæjarstjóra.
- Ber ábyrgð á ráðgjöf og fræðslu til stjórnenda um fjármál sveitarfélagsins.
- Kemur að margvíslegri stefnumótun hjá sveitarfélaginu.
- Stýrir bókhaldsteymi á stjórnsýslu- og fjármálasviði.
- Situr í yfirstjórn sveitarfélagsins ásamt sviðsstjórum og bæjarstjóra.
- Háskólamenntun B.S ásamt M.S./M.Acc./M.Fin. í hag-, viðskipta- eða rekstrarfræði eða sambærilegt nám er skilyrði.
- Góð bókhaldsþekking og reynsla er nauðsynleg.
- Reynsla af stjórnun, fjármálum sveitarfélaga og opinberri stjórnsýslu er skilyrði.
- Góð almenn tölvukunnátta og reynsla af Business Central og Kjarna æskileg.
- Góð íslenskukunnátta í mæltu og rituðu máli.
- Afburða hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og frumkvæði.
- Skipulagshæfileikar, ríkulegur þjónustuvilji og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Sjálfstæði og sveigjanleiki.
- Hæfni til að vinna undir álagi og takast á við flókin mál á faglegan hátt.
Í Hornafirði býðst þér einstakt tækifæri til að lifa og starfa í einu af öflugustu og fallegustu sveitarfélögum landsins. Hér móta jöklar, fjöll og strandlengja stórbrotið landslag sem veitir bæði innblástur og ró.
Hornafjörður er barnvænt, öruggt og samhent samfélag með öfluga skóla, fjölbreytt tómstundastarf og trausta innviði. Uppbygging er í fullum gangi – í atvinnulífi, þjónustu og menningu – og framtíðin björt.
Ef þú leitar að lífsgæðum, nánara sambandi við náttúruna og samfélagi þar sem framlag þitt skiptir máli – þá er Hornafjörður rétti staðurinn fyrir þig.
Íslenska


