Samherji Fiskeldi
Samherji Fiskeldi

Fjármálastjóri

Viltu taka þátt í einu metnaðarfyllsta framtíðarverkefni landsins?

Nýr og glæsilegur Eldisgarður Samherja Fiskeldis er nú að rísa í Auðlindagarðinum á Reykjanesi.

Verkefnið er fjármagnað og þar verða árlega, í þremur byggingar áföngum, framleidd allt að 40.000 tonna hágæða laxi, með nýjustu tækni sem völ er á í sjálfbæru fiskeldi. Um er að ræða framsækið og umhverfisvænt verkefni sem mun skapa fjölda framtíðarstarfa á svæðinu og miklar útflutningstekjur.

Samherji hefur komið að landeldi á laxi og bleikju í yfir 20 ár og stór hluti starfsfólks stöðvanna býr að enn lengri reynslu, þekkingu og faglegri sérhæfingu. Þróun og stýring landeldis á Íslandi er með því besta sem gerist í heiminum og framtíð greinarinnar er björt.
Við leitum að ábyrgðarfullum og skipulögðum fjármálastjóra til að taka þátt í uppbyggingunni sem er framundan.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð og umsjón með uppsetningu ársreiknings, mánaðarlegu uppgjöri og áætlanagerð.
  • Kostnaðar eftirlit og frávikagreining framkvæmdaáætlunar
  • Dagleg stjórnun og rekstur fjármálasviðsins.
  • Stefnumótun og ferlagerð á fjármálasviði
  • Áætlanagerð og eftirfylgni þeirra.
  • Greining, þróun og gerð stjórnendaupplýsinga.
  • Fjármögnun og áhættu- og lausafjárstýring.
  • Ýmis umbótaverkefni.
  • Aðstoð við samningagerð og önnur fjármálatengd verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur.
  • Árangursrík reynsla af sambærilegum störfum.
  • Reynsla af kostnaðareftirliti með byggingarframkvæmdum
  • Mjög góð þekking á reikningshaldi, uppgjörum og áætlanagerð.
  • Reynsla af umbótaverkefnum og sjálfvirknivæðingu.
  • Góð færni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, drifkraftur og lausnamiðuð hugsun.
  • Sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð.
  • Mjög góð tölvukunnátta skilyrði sem og góð enskukunnátta. Kunnátta í einu norðurlandamáli kostur.
Auglýsing birt23. janúar 2026
Umsóknarfrestur8. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Katrínartún 1, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar