Stendur starfsendurhæfing
Stendur starfsendurhæfing
Stendur starfsendurhæfing

Félagsráðgjafi óskast til starfa

Um er að ræða fjölbreytt starf félagsráðgjafa sem hluta af þverfaglegu teymi þar sem unnið er að sameiginlegum markmiðum og lausnum. Náið samráð er við annað fagfólk sem að endurhæfingu þátttakenda koma með það að markmiði að tryggja heildræna þjónustu. Um er að ræða 100% stöðu sem er laus frá 1. apríl eða eftir samkomulagi. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri.

Hjá Stendur starfsendurhæfingu sinnum við starfsendurhæfingu einstaklinga sem hafa af einhverjum ástæðum þurft að hverfa af vinnumarkaði í skemmri eða lengri tíma eða hafa ekki náð þar fótfestu. Þátttakendur eiga það sameiginlegt að vilja komast aftur til virkni á vinnumarkaði en þurfa heildstæða ráðgjöf og stuðning við að bæta stöðu sína. Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar er sjálfseignastofnun sem ekki er hagnaðardrifin og fjármögnuð af þjónustugjöldum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Annast faglega ráðgjöf og stuðning við þátttakendur og aðstandendur þeirra
  • Mat og greining á þjónustuþörf í samráði við þátttakendur og þverfaglegt teymi
  • Virk þátttaka í þverfaglegu teymisstarfi og samskipti við önnur þjónustukerfi
  • Gerð einstaklingsbundinna endurhæfingaráætlana með þátttakendum
  • Halda utan um og bera ábyrgð á skráningum í einstaklingsmálum
  • Umsjón með fræðslu og hópastarfi
  • IPS ráðgjöf og stuðningur / samskipti við atvinnulífið
  • Mikil samskipti og samvinna við hagsmunaaðila og sérfræðinga á sviði endurhæfingar
  • Hefur frumkvæði og tekur þátt í að þróa úrræði innan starfsendurhæfingar
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur hverju sinni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf ásamt starfsréttindum á Íslandi í félagsráðgjöf
  • Áhugi og þekking á starfsendurhæfingu
  • Góð alhliða tölvukunnátta
  • Gott vald á íslensku í ræðu og riti
  • Frumkvæði og skipulagshæfni
  • Fagleg og vönduð vinnubrögð
  • Jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Hreint sakavottorð
Auglýsing birt29. desember 2025
Umsóknarfrestur31. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Flatahraun 3, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FélagsráðgjafiPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.ReyklausPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.TóbakslausPathCreated with Sketch.Veiplaus
Starfsgreinar
Starfsmerkingar