Lítil þúfa fta.
Lítil þúfa fta.
Lítil þúfa fta.

Framkvæmdastýra áfangaheimilis fyrir konur

Lítil Þúfa fta. leitar að framkvæmdastýru áfangaheimilis fyrir konur sem hafa lokið meðferð vegna vímuefnaröskunar. Um er að ræða 75% starfshlutfall.

Áhersla er lögð á einstaklingsmiðaða þjónustu við íbúa Þúfunnar.

Markmið er að veita íbúum stuðning og endurhæfingu frá vímuefnafíkn og styðja þá með heildrænu vinnulagi með áfalla- og batamiðaðri nálgun. Leitast er við að endurhæfing stuðli að breyttum lífsstíl til að auka líkur á að rjúfa einangrun, byggja upp virkni og færni til að hefja líf upp á eigin spýtur.

Áhersla er á að íbúar öðlist aukið sjálfsöryggi í lífi og starfi.

Framkvæmdastýra sér til þess að starfað sé í samræmi við hugmyndafræði Lítillar Þúfu og bestu þekkingu á sviði batamiðaðrar nálgunar.

Lítil Þúfa leggur áherslu á samstarf við aðila sem koma að málefnum íbúa með heildarsýn að leiðarljósi sem og metnaðarfullt og faglegt starf í þágu íbúa.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ber ábyrgð á faglegu starfi og rekstri, m.a. að rukka vistgjöld og gera húsaleigusamninga.
  • Hefur umsjón með umsóknum um dvöl og ráðstafar lausum plássum. • Hefur umsjón með daglegu starfi Þúfunnar og öðru starfsfólki.
  • Fylgist með batavinnu íbúa, sinnir fræðslu, stuðningshópum, tilfallandi og skipulögðum viðtölum.
  • Hefur samskipti við aðila sem koma að málefnum íbúa, t.d. félagsþjónustu, barnavernd, Tryggingarstofnun ríkisins og virkniúrræði.
  • Sinnir eftirliti með húsnæði Þúfunnar og hefur umsjón með að lagfæringar séu gerðar.
  • Mætir á stjórnarfundi þegar formaður eða stjórn óskar eftir því og flytur sjórn skýrslu um starfið og gefur þær upplýsingar sem stjórnarmenn óska eftir.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. á sviði, félags- eða heilbrigðisvísinda
  • Reynsla og þekking af málefnum íbúa
  • Reynsla af ráðgjöf og/eða endurhæfingu
  • Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfileikar
  • Reynsla af starfsmannamálum og ráðningum er kostur
Fríðindi í starfi

Bíla- og símastyrkur

Auglýsing birt26. nóvember 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Snekkjuvogur 21, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar