

Félagsliði - Heimahjúkrun HH
Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins leitar að félagsliða í vaktavinnu. Um er að ræða ótímabundið starf við heimahjúkrun á morgun-, kvöld- og helgarvaktir, starfshlutfall er 30-90% eða samkvæmt samkomulagi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sinnir heimahjúkrun í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði og er með aðsetur í glæsilegu húsnæði að Miðhrauni 4. Hlutverk heimahjúkrunar er að veita einstaklingsmiðaða hjúkrun þar sem forvarnir, heilsuvernd, heilsuefling, fagleg þekking og samstarf er haft að leiðarljósi.
Starfið er mjög fjölbreytt og gefandi. Félagsliði aðstoðar við umönnun ásamt því að veita skjólstæðingum félagslegan stuðning. Félagsliði vinnur náið í teymi ásamt sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum þar sem teymisstjóri sem er hjúkrunarfræðingur fer fyrir teyminu. Félagsliði mun hafa bifreið til afnota á vinnutíma. Starfið gerir kröfu um góða íslenskukunnáttu.
- Félagsliðamenntun
- Sjálfstæði í starfi
- Mikil samskiptahæfni og rík þjónustulund
- Gilt ökuleyfi
- Hreint sakavottorð
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
- Stytting vinnuvikunnar
- Heilsueflingarstyrkur
Íslenska















