Veritas
Veritas

Fasteignaumsjón

Við leitum að reynslumiklum, öflugum og metnaðarfullum starfsmanni í starf yfirumsjónarmanns fasteigna. Starfsmaðurinn mun sinna fjölbreyttum störfum fyrir öll fyrirtæki Veritas samstæðunnar og fasteignafélagsins Hávarðsstaða.

Fyrirtæki félagsins starfa á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu og eru með um 17.000 fermetra af fasteignum, mest vöruhús og skrifstofuhúsnæði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Yfirumsjón með fasteignum félaganna
  • Almenn húsnæðistengd þjónusta
  • Rekstur, eftirlit, viðhald og viðgerðir á húsnæði, lóð og öðrum innanstokksmunum
  • Umsjón og eftirlit með tæknikerfum svo sem kæli-, hita-, loftræsti- og öryggiskerfum
  • Samskipti við þjónustuaðila, öflun tilboða og eftirlit með húsnæðistengdum verkefnum
  • Breytingar á húsnæði, flutningur og uppsetning á vinnusvæðum
  • Þátttaka í þróunarvinnu við að hámarka virði fasteignanna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Víðtæk þekking og reynsla sem nýtist í starfi, iðn- eða tæknimenntun kostur
  • Haldbær reynsla af sambærilegum störfum, verkstjórn og eftirliti með verklegum framkvæmdum
  • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
  • Frábær þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Yfirsýn og geta til að vinna undir álagi
  • Reynsla og þekking á skipulagsvinnu kostur
  • Viðkomandi þarf að vera laghentur og lausnamiðaður
Auglýsing birt21. maí 2025
Umsóknarfrestur1. júní 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hörgatún 2, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar