
Veritas
Veritas sérhæfir sig í rekstri fyrirtækja á sviði heilbrigðisþjónustu. Veritas er móðurfélag fyrirtækjanna Artasan ehf., Distica hf., MEDOR ehf., Stoð hf. og Vistor hf. Fyrirtækið er kjölfesta samstæðunnar og veitir þjónustu til dótturfyrirtækjanna svo þau geti einbeitt sér að kjarnastarfsemi sinni.
Fasteignaumsjón
Við leitum að reynslumiklum, öflugum og metnaðarfullum starfsmanni í starf yfirumsjónarmanns fasteigna. Starfsmaðurinn mun sinna fjölbreyttum störfum fyrir öll fyrirtæki Veritas samstæðunnar og fasteignafélagsins Hávarðsstaða.
Fyrirtæki félagsins starfa á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu og eru með um 17.000 fermetra af fasteignum, mest vöruhús og skrifstofuhúsnæði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón með fasteignum félaganna
- Almenn húsnæðistengd þjónusta
- Rekstur, eftirlit, viðhald og viðgerðir á húsnæði, lóð og öðrum innanstokksmunum
- Umsjón og eftirlit með tæknikerfum svo sem kæli-, hita-, loftræsti- og öryggiskerfum
- Samskipti við þjónustuaðila, öflun tilboða og eftirlit með húsnæðistengdum verkefnum
- Breytingar á húsnæði, flutningur og uppsetning á vinnusvæðum
- Þátttaka í þróunarvinnu við að hámarka virði fasteignanna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Víðtæk þekking og reynsla sem nýtist í starfi, iðn- eða tæknimenntun kostur
- Haldbær reynsla af sambærilegum störfum, verkstjórn og eftirliti með verklegum framkvæmdum
- Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
- Frábær þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
- Yfirsýn og geta til að vinna undir álagi
- Reynsla og þekking á skipulagsvinnu kostur
- Viðkomandi þarf að vera laghentur og lausnamiðaður
Auglýsing birt21. maí 2025
Umsóknarfrestur1. júní 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Hörgatún 2, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

SKRIFSTOFUUMSJÓN
atNorth

Trésmíðafyrirtæki á Selfossi óskar eftir vönum húsasmið
Kvistfell ehf.

Verkamaður - Workers
Rafha - Kvik

Söluráðgjafi í álgluggum
BYKO

Húsasmiður (Lærður smiður) Carpenter
HH Trésmiðja ehf.

Umsjónarmaður félagsheimis Hátúni 12
Sjálfsbjörg, félag hreyfihamlaðra á höfuðborgarsvæðinu

Vélstjóri / vélvirki / iðnfræðingur í fullt starf
Akraborg ehf.

Uppsetningarmaður
Casalísa

Verkefnastjóri samgönguinnviða
Umhverfis- og skipulagssvið

Verkstjóri
Ístak hf

Múrari með reynslu / Mason with experience
Einingaverksmiðjan

Skipulagsfulltrúi
Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita