

Ertu hjúkrunarfræðingur með áhuga á gagnagreiningu?
Landspítali leitar að metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi með áhuga á þróun, gæðastarfi og nýtingu gagna í hjúkrun. Um er að ræða fjölbreytt og ábyrgðarmikið starf sem felst í daglegum rekstri, viðhaldi og þróun Rafaela hjúkrunarþyngdarflokkunarkerfis, sem er lykilverkfæri við mat á hjúkrunarþyngd sjúklinga og álagi á deildum spítalans. Verkefnin eru margþætt og fela meðal annars í sér samskipti við stjórnendur, úrvinnslu gagna, kennslu og leiðbeiningar um notkun kerfisins og upplýsinga úr því, ásamt greiningu á tengslum hjúkrunar og útkomum sjúklinga.
Hér er einstakt tækifæri til að taka þátt í að efla faglega starfsemi hjúkrunar með gagnreyndri þekkingu. Um er að ræða 80-100% dagvinnustarf og er starfið laust nú þegar eða samkvæmt samkomulagi.
Íslenska
Enska




























































