Ekki Gefast Upp!
Ekki Gefast Upp!

Ekki Gefast Upp leitar að þjálfurum/leiðbeinendum á sviði íþrótta og tómstunda

Hefur þú ástríðu fyrir því að vinna með ungu fólki? Viltu nota styrkleika þína, hugmyndir og áhuga til að láta gott af þér leiða?

Ekki Gefast Upp er samfélagslegt verkefni sem vinnur að því að efla líkamlega, andlega og félagslega líðan ungmenna. Til okkar kemur fjölbreyttur hópur ungmenna á aldrinum um 13–20 ára sem glímir meðal annars við

  • kvíða og þunglyndi,
  • félagslega einangrun
  • hafa ekki fundið sig í hefðbundnu íþrótta/tómstundastarfi.
Helstu verkefni og ábyrgð

Vegna aukinnar eftirspurnar og stækkandi starfsemi leitum við að bæði þjálfurum fyrir líkamsrækt ásamt leiðbeinendum fyrir önnur og fjölbreyttari námskeið þar sem áhersla verður lögð á að auka við virkni og félagslega vellíðan einstaklingsins í gegnum tómstundir og áhugamál. Við leitum að aðilum með hjartað á réttum stað sem brenna fyrir það að láta gott af sér leiða. Einstaklingum sem hafa sérstakan áhuga á því að styðja við og efla líkamlega, félagslega og andlega líðan ungmenna.

Menntunar- og hæfniskröfur

Hæfniskröfur

  • Hafa ástríðu fyrir því að vinna með ungu fólki
  • Menntun eða reynsla sem að nýtist í starfi
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð hæfni og áhugi til þess að vinna í teymi
  • Hreint sakavottorð

 Mikil kostur ef viðkomandi:

  • Hefur bakgrunn á sviði íþrótta, tómstunda eða öðru félagsstarfi
  • Talar fleiri tungumál en íslensku
Auglýsing birt17. desember 2025
Umsóknarfrestur6. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hvassaleiti 56, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Blandaðar bardagaíþróttirPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.GítarPathCreated with Sketch.ÍþróttafræðingurPathCreated with Sketch.LeiklistPathCreated with Sketch.ListmálunPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.PílukastPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Umönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar