Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili

Íþróttafræðingur óskast til starfa í endurhæfingarteymi Gott að eldast og Hlýjuna dagþjálfun

Eir hjúkrunarheimili óskar eftir að ráða íþróttafræðing í enduhæfingarteymi Gott að eldast og dagþjálfanir ESH.

Fjölbreytt starf í faglegu endurhæfingarteymi þar sem megináhersla er lögð á að viðhalda færni og sjálfstæði íbúa og auka vellíðan þeirra.

50% í endurhæfingarteymi Gott að eldast verkefninu - felur í sér að viðhalda færni íbúa Mosfellsbæjar og Kjós í samstarfi við heimahjúkrun og félagsþjónustu svo þeir geti búið sem lengst heima. Starfið felst í innlitum og virkniæfingum í heimahúsi.

50% í dagþjálfun sem felst í virkni og þjálfun einstaklinga í Hlýjunni dagþjálfun í Mosfellsbæ.

Viðkomandi hefur starfsstöð á Eirhömrum í Mosfellsbæ og er starfið laust nú þegar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Meta færni skjólstæðinga við daglegar athafnir með viðeigandi matstækni.
  • Metur þörf fyrir endurhæfingu skjólstæðinga, setur upp og ber ábyrgð á þjónustuáætlun í samvinnu við endurhæfingarteymið.
  • Útbýr persónumiðaða æfingaáætlun
  • Ýmiskonar hópþjálfun.
  • Gönguþjálfun í heimahúsi sem og Hlýjunni dagþjálfun.
  • Fræðsla til íbúa, aðstandenda og starfsfólks
  • Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu.
  • Þátttaka í fagþróun.
  • Önnur verkefni í samráði við forstöðumann Hamra/Eirhamra
Menntunar- og hæfniskröfur
  • BSc eða M.Sc gráða í íþrótta – og heilsufræði.
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
  • Faglegur metnaður og frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Hæfni til að starfa í teymi og getur brugðist við breyttum aðstæðum ef þörf krefur.
  • Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni.
Fríðindi í starfi
  • 36 stunda vinnuvika
  • Skemmtileg, fjölbreytt og krefjandi verkefni
  • Íþróttastyrkur og öflugt starfsmannafélag
Auglýsing birt18. desember 2025
Umsóknarfrestur4. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hlaðhamrar 2, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AðlögunarhæfniPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.ÍþróttafræðingurPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar