
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili eru rekin í samsteypu ásamt Eir-öryggisíbúðum. Á heimilunum er fagleg umönnun, öflug læknisþjónusta með ýmsum sérúrræðum fyrir hópa svo sem blinda og sjónskerta, einstaklinga með heilabilun á öllum stigum. Á Eir er líka endurhæfingardeild þar sem einstaklingum frá Landspítala býðst endurhæfing eftir heilsufarsáföll. Á endurhæfingardeildinni hefur náðst frábær árangur þar sem yfir 90% vistmanna útskrifast heim.
Hjá okkur starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsfólks, um 650 manns, með fjölbreytta menntun og starfsreynslu að baki.
Ef þú vilt bætast í teymið okkar, sendu okkur þá umsókn !

Íþróttafræðingur óskast til starfa í endurhæfingarteymi Gott að eldast og Hlýjuna dagþjálfun
Eir hjúkrunarheimili óskar eftir að ráða íþróttafræðing í enduhæfingarteymi Gott að eldast og dagþjálfanir ESH.
Fjölbreytt starf í faglegu endurhæfingarteymi þar sem megináhersla er lögð á að viðhalda færni og sjálfstæði íbúa og auka vellíðan þeirra.
50% í endurhæfingarteymi Gott að eldast verkefninu - felur í sér að viðhalda færni íbúa Mosfellsbæjar og Kjós í samstarfi við heimahjúkrun og félagsþjónustu svo þeir geti búið sem lengst heima. Starfið felst í innlitum og virkniæfingum í heimahúsi.
50% í dagþjálfun sem felst í virkni og þjálfun einstaklinga í Hlýjunni dagþjálfun í Mosfellsbæ.
Viðkomandi hefur starfsstöð á Eirhömrum í Mosfellsbæ og er starfið laust nú þegar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Meta færni skjólstæðinga við daglegar athafnir með viðeigandi matstækni.
- Metur þörf fyrir endurhæfingu skjólstæðinga, setur upp og ber ábyrgð á þjónustuáætlun í samvinnu við endurhæfingarteymið.
- Útbýr persónumiðaða æfingaáætlun
- Ýmiskonar hópþjálfun.
- Gönguþjálfun í heimahúsi sem og Hlýjunni dagþjálfun.
- Fræðsla til íbúa, aðstandenda og starfsfólks
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu.
- Þátttaka í fagþróun.
- Önnur verkefni í samráði við forstöðumann Hamra/Eirhamra
Menntunar- og hæfniskröfur
- BSc eða M.Sc gráða í íþrótta – og heilsufræði.
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
- Faglegur metnaður og frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
- Hæfni til að starfa í teymi og getur brugðist við breyttum aðstæðum ef þörf krefur.
- Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni.
Fríðindi í starfi
- 36 stunda vinnuvika
- Skemmtileg, fjölbreytt og krefjandi verkefni
- Íþróttastyrkur og öflugt starfsmannafélag
Auglýsing birt18. desember 2025
Umsóknarfrestur4. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Hlaðhamrar 2, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Hæfni
AðlögunarhæfniFrumkvæðiÍþróttafræðingurJákvæðniMannleg samskiptiTeymisvinnaVandvirkniÞolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Stuðningsfulltrúi óskast í frábæran hóp í Hlíðunum
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi á legudeild geðrofssjúkdóma
Landspítali

Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara
Sóltún hjúkrunarheimili

Verkefnastjóri FORNOR á Norðurlandi vestra
Sveitarfélagið Skagaströnd

Hjúkrunarfræðingur við umsjón útskrifta á smitsjúkdómadeild
Landspítali

Kennari í Leikskólann Aðalþing
Aðalþing leikskóli

Ekki Gefast Upp leitar að þjálfurum/leiðbeinendum á sviði íþrótta og tómstunda
Ekki Gefast Upp!

Öflugur stuðningsfulltrúi óskast
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skrifstofustjóri skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónustu
Landspítali

Skurðhjúkrunarfræðingar / hjúkrunarfræðingar á skurðstofur við Hringbraut
Landspítali

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Seltjarnarnes og Vesturbæ
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Glæsibæ
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins