
Dýralæknar Katrin og Helga ehf.
Dýralæknar Katrin og Helga ehf. er ungt og metnaðarfullt fyrirtæki sem býður upp á alhliða dýralæknaþjónustu fyrir hross, kýr, sauðfé og smádýr á Suðurlandi. Starfsstöð okkar er á Hvolsvelli en á vel útbúnum bílum þjónustum við okkar viðskiptavini um allt Suðurland. Vinnudagarnir eru fjölbreyttir

Efnishöfundi fyrir samfélagsmiðla fyrir Dýralæknafyritæki
Við erum dýralæknafyrirtæki sem erum að leita okkur að skapandi og reyndum efnishöfundi fyrir samfélagsmiðla til að aðstoða við að kynna úrval okkar af sérhæfðum fóðurvörum fyrir hesta.
Starfið er að vera efnishöfundur okkar fyrir samfélagsmiðla og bera ábyrgð á að skipuleggja, búa til, og birta fræðslu- og kynningarefni á samfélagsmiðlum okkar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þú munt vinna náið með dýralæknateyminu okkar við að búa til færslur, sögur og stutt myndbönd sem kynna vel vörulínuna okkar og fræða hestaeigendur og aðra kaupendur um fóðurbætinn, fóðrun og heilsu.
- Vera ábyrgur fyrir að þróa og framkvæma stefnu fyrir samfélagsmiðlaefni sem er sniðin að hestaeigendum og dýraunnendum.
- Leggja áherslu á kosti og einstaka eiginleika fóðurbætiefna sem dýralæknar mæla með.
- Tengjast við netsamfélag okkar með því að svara fyrirspurnum og skilaboðum.
- Fylgjast með þróun og stefnumótun í fóðrun dýra og umhirðu hesta.
Menntunar- og hæfniskröfur
Kröfur eru:
- Góð grunnþekking á fóðri og fóðurbætiefnum fyrir hesta.
- Reynsla af efnisgerð fyrir samfélagsmiðla (Instagram, Facebook, TikTok, o.fl.).
- Framúrskarandi ritfærni og samskiptahæfni á íslensku og ensku.
- Hæfni til að vinna sjálfstætt og skapandi.
- (Bónus) Bakgrunnur í dýralækningum, hestafræði eða skyldum sviðum.
- (Bónus) Reynsla af myndvinnslu eða grafískri hönnunartólum.
Fríðindi í starfi
Við bjóðum upp á:
- Sveigjanlegan vinnutíma, sem yrði part-time eða freelance.
- Skapandi frelsi og samstarf við sérfræðinga í dýralækningum
- Tækifæri til að vaxa með virtu vörumerki í dýraheilbrigði og næringu
Auglýsing birt23. október 2025
Umsóknarfrestur23. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Króktún 19, 860 Hvolsvöllur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (8)

Menningar -og þjónustusvið - Sviðsstjóri
Reykjanesbær

Verkefnastjóri með ástríðu fyrir samfélagsmiðlum
Popp Up

Deildarstjóri upplýsinga- og samskiptamála hjá Uppbyggingarsjóði EES í Brussel
Financial Mechanism Office (FMO)

Verkefnastjóri í stafrænni markaðssetningu
Háskólinn í Reykjavík

Skapari (Creator)
Pipar/TBWA

Umsjónarmaður samfélagsmiðla hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Grafísk hönnun - Samfélagsmiðlar - Skapandi efnisgerð
Orkuveitan

Fulltrúi á skrifstofu óskast / 50% staða
Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins