

Verkefnastjóri með ástríðu fyrir samfélagsmiðlum
Dreymir þig um að hanga á TikTok í vinnunni? 📲
Markaðsstofan Popp Up óskar eftir að ráða öflugan og skapandi liðsfélaga í starf verkefnastjóra.
Við leitum að skipulögðum einstaklingi með brennandi áhuga á samfélagsmiðlum, samskiptum og skapandi markaðsstarfi - og nýtur þess að sjá hugmyndir verða að veruleika. 🍿
Popp Up er framleiðslufyrirtæki sem vinnur með framúrskarandi fyrirtækjum í fjölbreyttum geirum. Við leggjum áherslu á samvinnu, frumkvæði og góða stemningu í vinnunni.
Við viljum bæta við okkur öflugum liðsfélaga sem hefur gaman af því að vinna í lifandi umhverfi þar sem verkefnin eru fjölbreytt og hugmyndir fá að vaxa.
Verkefnastjóri vinnur náið með tökumönnum, klippurum og viðskiptavinum í að búa til grípandi samfélagsmiðlaefni, þvert á miðla.
- Stjórnun viðskiptasambanda og skipulagning myndbandsgerðar
-
Stefnumótun, hugmyndavinna og birting markaðsefnis
-
Fylgjast með því sem er að trenda á samfélagsmiðlum
-
Hugmyndavinna og textagerð
-
Öflun nýrra viðskiptavina
-
Gerð birtingaáætlana
-
Árangursskýrslur
Við leitum að einstaklingi sem er með:
-
Sterkt auga fyrir því hvað virkar á samfélagsmiðlum og gott innsæi til að greina gott efni frá slæmu
-
Góða þjónustulund og frábær mannleg samskipti
-
Skapandi hugsun og frumkvæði
-
Haldbæra þekkingu á samfélagsmiðlum og stjórnun þeirra
-
Skipulagshæfileika og drifkraft
-
Góða íslensku- og enskukunnáttu
-
Reynsla af stafrænni markaðssetningu kostur













